Sl. sumar var ég á gangi ásamt mínum þrem hundunum. Er ég kem að stað þar sem ég sé eingar mannaferðir freista ég þess að sleppa þeim lausum (innan borgarmarka)eftir nokkurt labb sé ég feðgin á hjólum (ca:9 og 40) þannig að ég hægi ferðina svo hundarnir fari nú ekki að angra liðið nema hvað þau eru stopp og virðast ætla að verða það áfram þannig að ég held göngunni áfram. Einn af hundunum fer að fólkinu, meðan hinir eru hvergi nálægt, þetta er ekki stór hundur, tek ég þá eftir að faðirinn fer að reyna að sparka í hundinn, ca:38 cm, að hvað hann getur til að reyna að forða dóttur sinni úr þessu lífsháska sem hún var kominn í. Hún biður pabba sinn um að halda áfram að verja líf sitt með hræslu tón, þar til ég kalla hann inn ( tek fram að hann var ekki geltandi eða í öðrum ógnandi stellingum). Spurði ég manninn með þónokkri reiði hvað honum gengi eiginlega til svaraði hann því sem allair hunaeigendur þekkja. Bannað. Hefði ég sjálfsagt hrint honum af hjólinu ef dóttir hans hefði ekki verið áhorfandi.
Það sem þessi saga segir er að þarna er dóttirin að horfa uppá sína hellstu fyrirmyn að berjast svona við dýrið, sem var eingöngu að forvitnast, þannig að í hvert skipti sem hún sér hund mun hún örvinglast af hræðslu að hafa ekki pabba sinn með.
Góðir uppalendur hefðu haldið í dýrið og klappað því og sýnt framm á að hættan sé enginn.
Aðrar reglur gilda að sjálfsögðu ef stór hundur kemur hlaupandi að manni sínandi tennur og aðra tilburði til árásar.