Leiktu rétt við hundinn þinn! Mikilvægt er að hafa þetta í huga ef þú átt Hvolp/Hvolpa heima hjá þér!

Þegar þú leikur við hundinn þinn þá skiptir máli hvernig leiki er verið að nota því það getur haft áhrif á hegðunarvandamál hans seinna meir.
Mikilvægt er því að velja réttu leikina til að hjálpa hvolpunum að þroskast og sleppa þeim leikjum sem gætu haft neihvæð áhrif á hegðunarmynnstur þeirra á fullorðinsaldri og skapað hegðunarvandamál.

Ef leikið er við hvolpana með því að leyfa þeim að toga á móti,hvort sem um er að ræða dót eða annað þá læra hundarnir að það sé í lagi að leika sér við að rífa í hluti og meiri líkur á því að þeir skemmi föt eða heimilismuni þegar enginn er heima.
Hvolpur getur ekki aðgreint hluti sem má leika við og aðra sem ekki má skemma.

Sumir hvolpar eiga það til að bíta.Þá er mikilvægt að nota ekki hendurnar sem leiktæki því ef hundinum er leyft að bíta þegar það er leikið við hann þá lærir hann að það sé í lagi að bíta.
Svona “árásarleikir”eru eflaust skemmtilegir þegar hvolparnir eru litlir en afleiðingarnar eru yfirleitt bara á einn veg-fullorðinn hundur sem bítur!
Þegar hvolpurinn gerir tilraun til að bíta skaltu taka í hálsólina hans og segja ákveðið“Nei”!Ef hvolpurinn heldur áfram að bíta þá er hægt að smella fingrum fyrir framan nefið til að ná athygli hans og enfurtaka síðan neitunina á áhveðin hátt.
Ef hundurinn heldur samt áfram að bíta skalltu róa hann niður og hætta leiknum.Það má alldrei umbuna þegar hvolpar bíta.Ef þú heldur áfram að leika við hvolpinn eftir að hann hefur reynt að bíta þig þá heldur hann að það sé hluti af leiknum að bíta!
Það er hægt að nýta leiktímann sem kennslustund og kenna hundinum að sækja hluti td.hundadót.

Þegar hvolpurinn stekkur upp á gesti er því yfirleitt vel tekið en þegar hann eldist er það ekki eins vinalegt.kenndu hvolpinum að setjast þegar gestir koma.þegar hann hlýðir skalltu umbuna honum með hunndnammi eða klappa honum!

Mikilvægt er að allir fjölskyldumeðlimir noti sömu skipanir.Þegar hundinum er gefin skipun skaltu horfa í augu hanns og segja skipunina með áhveðni röddu.Ekki hlægja eða bæta við góðlátlegri athugasemd því það gæti ruglað hann í ríminu.

Alldrei er oft talað um mikilvægi hundanámskeiða en þau eru ekki aðeins góð fyrir hvolpinn heldur eru þau ekki síður góð fyrir eigandan því hann lærir þar ímislegt um ferfætlinginn,rétta umhirðu og uppeldi!



Að lokum

Mundu þegar þú leikur þér við hvolpinn þinn að vellta því fyrir þér hvaða lærdóm hann er að draga að leikjunum og hvort það sé æskilegt að hann hægi sér svona í framtíðinni.Besti tíminn til að stöðva slæma hegðun er áður en hún verður að vana!
Nei