Ég er svo óheppinn að vera með ofnæmi fyrir hundum! Ég hef þó tekið eftir því að ég hef ekki ofnæmi fyrir hundum sem ekki fara úr hárum og þess vegna er ég nú aftur farinn að gera mér vonir um að geta eignast hund. En þar sem ég hef ekki hundsvit á hundum (!) þá langar mig að biðja ykkur hundaséni um að ráðleggja mér. Hvernig hund á ég að fá mér? Ég vil frekar lítinn hund sem þó getur elt mig þegar ég geng á fjöll, hann má eins og áður segir, ekki fara úr hárum og helst ekki vera mjög geltinn. Ef þið getið eitthvað hjálpað mér þá væri það vel þegið.

Með hundakveðju
SigÓSig