Sæl verið þið.

Þannig er nú mál með vexti að réttur hundar er alveg
svakalega lítill.
Dæmi.
Maður heldur hund og lætur hann passa eignir sýnar á
meðan maður er í vinnu. Síðan koma eitthver gerpi og
brjótast inn hjá manninum og láta greipar sópa um
húsið, síðan opna þeir þvottahús hurðina og þar er
hundurinn alveg orðinn brjálaður og ræðst á gerpin sem
reyna að slást við hundinn en verða svo að gefa eftir
allir bitnir og klóraðir. Síðan heldur hundurinn þeim í
húsinu þar til eigandinn kemur heim. Þegar eigandinn
kemur heim hringir hann auðvitað á lögreglu sem að
sækir mennina og setur þá vonandi bakvið lás og slá.

Núna er eigandi hundsins í vondum málum því að gerpin
geta farið framá að hundinum sé lógað vegna þess að á
þeim eru bitsár eftir hundinn.

Finnst ykkur þetta sanngjarnt ??
Eiga hundar að fá leyfi til að bíta ef þeir eru að
vernda fólk eða eignir fólks ??

Kveðja Wirehai