Hundurinn minn elskar mjólk, þó svo hann
hlýði mér þegar ég banna honum að sníkja
þá eltir hann mig alltaf inní eldhús til
þess að fá að sleikja diskinn. Já já sumum
ykkar finnst það ógó en kommon.. ég vaska
diskana nú gaumgæfilega upp á eftir.

En… fá þeir extra hárlos ef þeir fá mjólk?
Eða eitthvað sannað sem ég ætti að vita?

Og annað, hefur einhver ykkar heyrt um að
í sumar í hitanum hafi einhverjir hundar
fengið hitaslag? (heatstroke)
Ég er bara svona að spá í það, því það
komi nú djö heitir dagar í sumar.

Ég lenti í því í sumar að ég fór inní
frekar stóra búð og skildi hundinn eftir
inní bíl með smá rifur á rúðum en þegar
ég kom út eftir ágætis stund þá hafði
gersamlega snarhitnað í bílnum, afþví
að sólin hafði náð að þurrka upp allt sem
hét ský, því þegar ég fór inní búðina var
þungskýjað einsog væri að fara að rigna, en
neinei, aumingja voffinn alveg lafmóður þannig
að ég tók hann bara út í smá göngu á miðju
bílastæðinu! Djö… vorkenndi ég honum úfff
og eftir þetta var ALLTAF lagt í skugga þó
það væri þungskýjað og hana nú!!