Eros er Farinn Jæja ég veit að vísu að þetta áhugamál er ekkert það virkt hvað greinar varðar en ég bara varð að gera eitthvað til að dreifa huganum þannig ég ætla að gera grein um besta vin minn síðustu 4.mánuði hann Eros.

Eftir margra ára bið fékk loksins hund ég er núna 15 ára og hef langað í hund í sonna 5-7 ár og loksins fékk einn í afmælisgjöf í sumar hann hét Eros og var af Kinga Charles Cavalier tegund hann hét Eros þegar við fengum hann og við ákváðum að halda því nafni. Fyrst þegar ég fékk hann hafði ég blendnar tilfinningar um smáhunda eins og hann og hélt að þeir höfðu ekki mikið þrek í það að leika sér og hafa gaman af. En kom annað í ljós og var þetta hinn mesti fjörkálfur og svaf hann ávalt hjá mér í búrinu sínu. Það skrýtna var að þegar við fengum hann sagði konan sem við fengum hann frá að þessi tegund verði mjög skelkað þegar það fer frá mömmu sinni inná annað heimili. En var nú sagan önnur þegar hann Eros kom til okkar og svaf hann eins og engill þegar hann átti að fara sofa fyrstu nóttina. Ég viðurkenni fyrst að ég hélt að hundahald væri ekki sonna erfitt því ég hélt að minn hundur kunni allar lífsins reglur en svo var nú ekki. Hann pissaði og kúkkaði um allt en lærði flest allt mjög fljótt eins og að fara ekki inná gangin hjá m og p og baðherbergið. Hann Eros byrjaði svo í hundaskólanum Gallerý Voff. Til að byrja með gekk ekkert rosa vel og var Eros oft tregur að hlýða en eftir 2.tímann hugsaði ég hann þarf að fara hlýða og strax í 3.tíma var hann byrjaður að hlýða mun betur og þegar leið á námskeiðið var hann í top3 af þeim bestu. Núna síðast mánuð var hann búin að vera svo frábær og alltaf að læra nýtt og byrjaður að hlýða og pissa og kúka úti. Ásamt því að allir aðrir í fjölskyldunni voru farnir að lýka mun betur við elsku Eros svo fyrir 2 vikum fréttum við það að hann átti að vera sýndur þessa helgi sem er núna á Hundasýninguni og var ég ekkert alltof spenntur að gera það en sló til. Síðan síðast vika var frábær allt gaman og rosaflott hjá bæði Eros og mér. Síðan á sunnud. fyrir viku síðan er Eros orðinn eitthvað slappur og ég hélt að það væri bara smá þreytta í honum og sonna væri bara flottur á því og batnaði á næstu dögum. Svo liðu dagarnir og á mánud og þriðjud. hafði hann alltaf verið að slappast og ég hélt að hann hefði kannski borðað eitthvað eða eitthvað í þá áttina. Hann lét allt öðruvísi en vanalega og svaf mikið og var ekki þetta sama líf í honum og vanalega. Svo á miðvikud. er hann rosaslapuur um morgunin og við ætlum með hann á dýraspítalan en svo verður hann betri og er byrjaður að brosa aftur og skottið byrjað að dilla og gamli góði Eros kominn aftur héldum við. Seinna um kvöldið segi ég góða nótt við hann í það sem reyndist síðasta skipti. Um morgunin var hann mjög slappur og var byrjaður að æla aftur og við drífum með hann á dýraspítalann sem segja að þetta sé örugglega ekkert alvarlegt og við skiljum hann eftir með bros á vör og allt í góðu. Svo átti að sækja hann kl 4-5 og mamma leggur afstað að ná í strákinn minn. Þá þegar læknirinn ætlar að sækja hann þá sér hún að hann er buin að kólna svakalega og hitastigið mældist undir 36 gráðum. Fór mamma þá heim og sagði mér frá þessu og svo hringdu þær frá spítalanum og sögðu að þetta væri alvarlegt og ég fór uppá spítala ég gleymi þessu aldrei að sjá hann þarna þennan fallega hund sem ég átti liggjandi í búrinu sínu í öndunarvél og bara sárþjáðan. Ég leit á hann og sá að hann var að fara deyja auginn hreyfðust ekki og voru dýralæknarnir ekki bjartsýnir. Fóru þeir svo framm og við vorum ein með honum ég,systir mín og mamma. Við segjum við hann þetta er allt í lagi kall og sonna að reyna pebba hann og sjálfan okkur upp. Tek ég svo eftir því að hann andar mjög hratt og hélt ég að hann væri að komast allur til og kalla á læknanna hlusta þær þá á hann og rífa hann svo upp hnoða hann og sprauta í hann vorum við beðinn að fara framm en ég var inni sá ég þarna besta vin minn í sumar og fjölskyldumeðlim deyja fyrir framan augum mínum. Þær reyndu allt en hann átti bara að fara þarna sem var mjög leitt og var ég svo niðurbrotinn og er enn að ég get ekki með orðum lýst hversu svekktur ég er yfir þessu öllu.Svo er ég einn með honum og kveð hann í síðasta sinn og hugsa að fyrir minna en 24 klukkutímum var ég að segja góða nótt við hann og ég gerði það líka þarna nema hvað þarna var ég að kveðja hann í síðast sinn hundinn sem ég elskaði og dáði eitthver sem hlustaði á mig. Ákváðum við að láta kryfja hann og fáum við úr því eftir nokkra daga en talið er líklegt að þetta hafi verið lifrabólga. Þessi vika sem átti að vera svo frábær fyrir hann Eros reyndist vera hreint og beint helvíti. Þessa viku átti hann að fara í eitt af síðust hundaskóladögum, fékk hann ekki fullt af hundanammi á þriðjud. heil poki af nammi sem hann elskaði og svo þessi blessaða sýning sem hann var að fara á og bara til að bæta gráu ofaná svart þá fékk hundinn minn 4.júní og dó hann 4.október. Gleymdi að minnast á það að hann var 6 mánaða alveg að verða 7. Ekki er búið að ákveða hvort á að fá sér annan hunda en það kemur í ljós á næstu dögum. Ég á myndir af honum þar sem ég held á honum að fara frá mér en vill ekki setja þær hér þar sem þær eru mjög niðurdrepandi og þessvegna er bara mynd af besta hundi í heimi þegar hann var smár og þurfti ekki að hugsa um neitt nema leika sér;)

Svo bara til að segja eitt farið með hundanna ykkar í bólusetningu það er eitthvað nýtt komið og kynnið ykkur það því að missa sonna ástkæran félaga eins og Eros er svo erfitt og ég á ekki til orð yfir hvað ég er sorgmæddur yfir þessu.

-Eros við elskum þig öll