Sæl verið þið.

Ég er að velta svolitlu fyrir mér. Ég á 3 mánaða tík og hún er
alltaf að éta steina. Allsstaðar sem hún finnur steina, þá nagar
hún og helst étur þá. Ég var að velta fyrir mér hvort þetta væri
eðlilegt og hvort hana klæjaði bara svona í góminn eða hvort
henni fyndist bara gaman að leika sér með steinana. Ég var líka
að velta fyrir mér hvort það geti verið eitthvað að, t.d. að hana
vanti ákveðin steinefni eða eitthvað svoleiðis.

Ráð og svör væru mjög vel þegin.

Kveðja,
Kristinn.