Hér sit ég og er að fara að skrifa grein um einn besta hund sem ég hef ævi minni litið augum á.

Hann † Mel Gibson sem lést fyrir 3 mánuðum, til vottar um minningu hans vegna þess að hann hefði orðið 11 ára í dag.

Við fengum Mel fyrst þegar hann var 6 ára því ég og systir mín vældum svo mikið í foreldrum okkar til þess að fá hund.

21. Maí 2002 kom Mel í okkar líf. Ég var í afmæli hjá besta vini mínum og þegar að mamma kom að sækja mig var hún með hund í skottinu.
Ég var svo glaður að sjá þennann fallega hund, ég montaði mig og montaði mig við mína vini og hann var orðinn eftirlæti allra i hverfinu vegna góðleika og ljúfleika hans.

Ég man þegar að það komu 10 krakkar til mín bara til þess að sjá hann.

Hann var alltaf til staðar fyrir mann og var alltaf til í að leika. Alltaf þegar að ég hélt um hundaólina þá hoppaði hann alltaf og gerði svona gleðihljóð, þegar það týndist tík í mosfellsbæ og hún labbaði framhjá húsinu okkar var Mel úti og þau fóru að leika sér saman. Við pössuðum uppá hana í eina viku þangað til það var sótt hana, hún og Mel voru rosalega góðir vinir.

Mel var rosalegur varðhundur og gelti þegar að fólk steig einu skrefi niður tröppurnar okkar.

Einn daginn var pabbi að horfa út um gluggann og sá nágrannann okkar reyna að keyra yfir hundinn (ógna honum) því hann var orðinn svo pirraður á honum og hans geltum. Sem betur fer talaði pabbi við hann og hann spurði hvort hann hafi reynt þetta áður þá sagði hann oft og þetta er ekki seinasta skiptið.

Eins og þið sjáið þá var Mel rosalegur hundur sem gaf mér og mínum mikla gleði.

2 vikum fyrir andlát hans var hann orðinn mjög veikur, var með vökva í æð ofl. og við héldum að hann myndi deyja þá. Ég sat hjá honum 3 tíma um kvöldið og reyndi að gefa honum orkufæði. Loksins for hann að borða og drekka og það bjargaði honum.

Helgina áður en hann dó var ég að fara til vinar míns í tvo daga.

þegar ég koma heim gat Mel ekki lengur gengið hann bara lá þarna hreyfingarlaus. Við þurftum að halda á honum út til þess að pissa. Hann hafði fengið heilablóðfall, þann dag sagði mamma að við þyrftum að svæfa hann næsta dag. Ég, Systir mín, Bróðir minn og mamma vorum þarna þegar hann var svæfður vorum öll hágrátandi að klappa honum og kissa.

Í minningu Mels Gibson. †

16.júli 1996 - 26. Febrúar 2007

Kv, Daníel Hlynu