Jæja mig vantar ægilega mikið smá hjálp.
Þannig er mál með vexti að tíkin hjá mér er alveg æst í blómin hjá mér og sérstaklega einn blómapott og ég er alveg ráðalaus hvað ég get gert til að stoppa þetta.
Hún veit vel að hún má ekki róta í moldinni en getur bara ekki hamið sig og skammast sín svakalega eftir á en gleymir því svo greinilega alveg um leið og næsta dag er hún búin að setja mold útum allt hús.
Ég er búin að reyna að nota þetta Get out of my garden sprey eða hvað það heitir og það virkar ekki rassgat, ég lokaði stofunni með hliði en hún kemst bara framhjá því, ég keypti hænsanet og setti yfir pottinn (svakalegt vesen) en hún nær að kroppa það af, ég skipti um mold á blóminu en það skipti engu máli og núna er ég algjörlega ráðalaus…. hjálp ?
Þetta er svona stór blómapottur sem verður að vera á gólfi og það versta er að ég fékk blómið/tréð þegar ég fyrst fór að búa í innflutningsgjöf, tími alls ekki að missa það og langar mjög mikið að eiga það lengur en það er farið að láta á sjá.
Skítt með öll hin blómin sem hún er búin að éta eða skemma.

Jæja Hugarar, einhver góð ráð í pokahorninu ?

Kv. EstHe
Kv. EstHer