Hundurinn Hundurinn



Hundurinn er að jafnaði miðlungsdýr að stæðr, með allstórt höfuð, lagt trýni og uppsveigða rófu. Hann er allháfættur táfeti, með fremur smáar loppur. Á framloppnum eru 5 tær, en 4 eða 5 ár hinum. Tærnar eru fremur stuttar og berir gangþófar undir þeim flestum. Klærnar eru allstórar, en ekki nærri eins beittar og hjá kettinum, enda geutur hundurinn ekki dregið þær inn, og sljóvgast þær því, þegar hann gengur.


Hundurinn er tamið dýr, sem lifir á alls konar fæðu, en upprunalega hefur hann verið villtur og lifað eins og önnur dýr af þessum ættbálki, á ráanum, þ.e. á blóðheitum dýrum, sem hann veiddi. Tennurnar bera þess vott; þær eru góðar til þess að vinna á hráæti. Vígtennurnar eru stórar, hvassar og bognar og vel lagðar til þess að bíta með og halda bráðinni. Jaxlarnir eru margir, og eins og í rándýrum yfirleitt eru þeir af mismunandi gerð: Hinir fremri, framjaxlarnir, eru þunnir og hvassir og sumir skörðóttir. Eru þeir einkum til þess að bíta(klippa) sundur með fæðuna. Innsti framjaxlinn þeirra nefnist rántönn. Þá taka afturjaxlarnir (hnúðhnúðjaxlarnir), sem eru flatir og hnúðóttir og bestir til að tyggja með (bryðja bein). Framtennurnar eru smáar og helst til þess að plokka kjötætur af beinum.

Heyrnin er mjög góð, þefvísin frábær, en sjónin í meðallagi. Hundurinn veiðir nú lítið sér til fæðu. Hana fær hann hjá mönnum, því að hann hefur verið tryggur þjónn flestra þjóða frá ómunatíð og þarfur til marga hluta , ýmist sem fjárhundu, varðhundur, skothundur, sporhundur, til aksturs og dráttar, eða til gamans eingöngu. Hafa smám saman orðið til mörg hundakyn, mjög svo ólík að stærð, vexti, háralagi, lit og hæfileikum, t.d. St. Bernharðshundur, mjóhundur, bolabítur, loðhundur. Eitt af þeim er íslenski hundurinn; hann hefur hringbeygða rófu og upprétta eyrnabordda, en þeir lafa á flestum öðrum hundum.
Plempen!