já mig langar að segja frá hundinum mínum honum Neró..hann var Pekingse tegund, Sem dó núna 5 Febrúar.. hann var orðin 13-14 ára gamall.. átti afmæli í maí. hann hafði alltaf verið svakalega skemmtilegur í æsku en núna komin með Gikt og átti erfitt með að labba og fara upp tröppurnar heima. ég var búin að hafa hann hjá mér alla mína æfi.. einn æðislegasti hundur sem hægt var að eiga.. kunni meira að segja að segja mamma ef honum vantaði eithvað :D búin að vera hja mér alla mína æfi og það lengsta sem ég var buin að vera frá honum í æfi minni voru 5 vikur..! núna eru komnir 21 dagur síðan hann fór.. hann var búin að eignas alveg fullt af hvolpum og seinustu afkomendur hans voru tíkin mín Poppa og bróðir hennar Rassmus :D ég á Poppu ennþá og hún er orðin 3 ára gömul.. Írena tíkin Mín sem ég átti einusinni var mamma hennar og hún dó þegar Poppa og Rassmus voru 16 Daga gömul á leið til vestmannaeyja í Herjólfi það var ógeðslegt..ég var á leiðini í jarðarför hja afa mínum þegar það gerðist og við þurftum að vera með kvolpana á pelum. og við áttum Rassmus þangað til hann var orðin 6 mánaða og þá Skiptum við honum á hest því við gátum ekki verið með svona marga hunda á heimilinu.. og Góð vinkona mín fékk hundinn. en já.. Poppa hefur alltaf verið með Neró hja sér og hún fór í vel mikið þunglyndi þegar hann fór.. hætti að borða í viku og er mjög lítið borðandi ennþá.. hún sefur eiginlega allan daginn nema þegar hún þarf að fara út að pissa. hún er alveg hætt að leika sér líka það er mjög erfitt að hafa hana svona núna, en þetta fylgir víst =/.
það versta sem ég hef þurft að gera á æfini var að horfa á litla karlinn minn deija. ég man svo vel eftir þessu.. Pabbi sendi mér SMS í skólan þegar hann spurði hvort ég vildi fara með inná dýraspítala eða klára skóladaginn.. og ég sagðist vilja koma með.. Pabbi sótti mig í skólan í hádeiginu og við fórum heim… ég tók hundinn inn til mín í smá tíma og fór að busta hann og gerði hann svaka fínan. svo var ferðini haldið inná akureyri.. ég náttla búin að vera Hágrátandi allan tíman. við stoppuðum aðeins í sjoppu þegar við komum inná akureyri og Pabbi keypti handa honum súkkulaði og svo sat ég með hann aftur í með súkkulaði og var að gefa honum… honum fannst það mjög gott :D. svo fórum við uppá Dýró og hann fékk að hlaupa smá umm fyrir utan.. svo var leiðini haldið inn.. og hann var þarna í smá tíma og var í fanginu mínu.. svo kom dýralæknirinn til mín og sprautaði hann í lærið. og hann vældi svona fokk mikið úr sársauka =/ það var ömurlegt að heyra hann væla.. og á svona 1 mínútu dofnaði hann allur og var að missa máttin og svo sofnaði hann í fanginu á mér.. og svo var hann lagður á bekk sem var þarna inni og ég þurfti að fá sæti ég gat ekki staðið því ég grét svo mikið misti allan máttin á sjálfri mér lagðist svo með hausinn á hundin og bara gat ekki slept honum.. hann lá svo friðsæll á bekknum og byrjaði svo að hrjóta.. ótrúlega sætt.. svo fékk hann aðra sprautu sem átti að svæfa hann. hún tók sirka 5 mín að virka. þetta var eitt versta móment ever hja mér.. þegar hann fékk sprautunar og var að deyja frá mér.. Tilfynningaríkt. svo þegar hann var alveg farin og ég var búin að vera hja honum ein í smá tíma þá kom pabbi og þurfti að draga mig frá honum og ég tók bara ólina hans og það er það eina sem ég á eftir frá honum…
mig langaði af eithverji ástæðu að deila þessu með ykkur hérna.. veit ekki alveg afhverju en bara já. endilega kommenta þetta ;*
ég kveð í bili ;) bæjów
ógeð.