Þar sem að það er farið að dimma úti langar mig að minna á að hægt er að kaupa endurskinsmerki á hálsólar og blikkljós svo að hægt sé að sjá hundinn í myrkrinu.
Það er ekið á allt of marga hunda á hverjum vetri, og það er í valdi eigandans að reyna að hafa hundinn eins öruggan og hægt er, meðal annars með því að hafa hann áberandi í myrkrinu.
Ég missti líka oft sjónar af svarta labrador hundinum sem ég átti þegar að við vorum úti á síðkvöldsgöngunum. Frekar óþægilegt, þó svo að hún hafi hlýtt innkalli.

Þetta er hægt að kaupa í öllum gæladýraverslunum eftir því sem ég best veit, og kostar ekki mikinn pening.
———————————————–