Tinni Já hann Tinni er hundurinn minn fæddist á Eskifirð i en við keyptum hann af fólki þar og fórum með hann yfir í stórkostlegan bæ sem heitir Reyðarfjörður og þar býr hann núna. Hann fæddist árið 2004 og svona nánar tiltekið 6.Mars og er semsagt 2 ára og verður 3 á næsta ári. Hann er blendingur af Labrador og rétt um 10% English Springer Spaniel. Hann er svartur og með hvíta bringu og hvítann háls.

Fyrst þá var ég hræddur við hunda og líka systir mín, en það breyttist allt þegar hann Tinni kom til okkar. Fyrst þá fengum við hann eitt og eitt kvöld í láni til að athuga hvernig við myndum bregðast við og hvort við myndum vilja hana svona gæludýr. Ég sé svo sannarlega ekki eftir því að eignast hann.

Hann Tinni er fjörugur hundur og ég elska hann. Það mætti segja það að ég lít varla á hann sem hund, heldur sem bróðir minn. Hann sefur uppí hjá mér, horfir á sjónvarpið með mér, er í tölvunni með mér og svoleiðis hluti.

Það bjó eitt sinn tík akkurat við hliðiná okkur. Hún var English springer spaniel eins og Tinni að smá hluta. Það mætti segja að að tíkin sem heitir Doppa hafi verið kærastan hans. Hann strauk alltaf þangað yfir í garðinn en er allveg hættur að fara þangað víst að hún Doppa flutti.

Hann Tinni lætur stundum eins og hann sé með banana í eyrunum. Hann heyrir ekkert þegar það er reynt að kalla á hann og hann heldur bara áfram að hnusa af grasinu eða elda firðildi eða lauf.
Ef maður hugsar út í það þá er hann ekkert frábrugðinn mér. Hann nennir ekki að vakna á morgnana, fer seint að sofa, borðar mikið ruslfæði og svona næstum eins og unglingur.

Uppáhalds staðurinn hans Tinna er upp í rúmi hjá mér eða niður í andyri í bælinu sínu. Uppáhalds maturinn hans er ábyggilega harðfiskroð eða þegar hann stelst í snakkið sem við erum að reyna að borða.
Það sem ég get sagt um Tinna í fáum orðum er það að hann er frábærasti, heimskasti(á góðann hátt) sætasti og besti hundur sem ég hef nokkurtiman hitt.


Kv. YNWA