Ég hef átt mörg dýr yfir ævina, hesta, kindur, kettir og hunda en engin þeirra jafnaðist á við þennan litla hvolp sem ég ætla hér að segja frá.

Ég frétti það árið 2002 að við værum að fá okkur hvolp, ég hafði ekki mátt eiga dýr lengi þó ég hafi fengið smá leyfi fyrir hamstri ef hann yrði ekki fyrir pabba mínum. En allavega við fórum ein daginn upp í sveit og litli bróðir minn átti að fá að velja hund og nafn, við komum inn og sáum þar nokkra hvolpa labbandi um allt, þetta voru al íslenskir hvolpar, foreldrar þeirra voru það líka. Litli bróðir minn gat ekki valið en það var ein hvolpur sem stóð útur hinum, hann var aðeins dökkari en hinir og var með meiri hvítan blett á munninum og ég bennti litla bróður mínum á hann og við tókum hann með okkur heim. Hvolpurinn átti að sofa inn í þvottahúsi því hann pissaði enþá út um allt, en ég og litli bróðir minn þoldum ekki vælið og fórum með dínurnar okkar inn í eldús til að vera nálægt honum, hann ylfraði mikið og okkur langaði svo mikið að hleypa honum framm. Þegar litli bróðir minn sofnaði langaði mér svo mikið að hleypa hinum framm að ég færði dínuna inn í þvottahús og hvolpurinn var svo ánægður, hann lagðist undir sæng með mér og ég svæfði hann með að syngja Dvel ég í draumhöll með lilla klifur mús en breytti i endanum i litlir hvolpar um löndin öll í staðinn fyrir mýs. Hann steinsofnaði hjá mér og svaf þar hjá mér alla nóttina. Daginn eftir þurtum við að finna nafn, margir hugsuðu um snati, eða eikkað einfalt eg horði á hann og skotti hans var svo fallega lagað, ég kom með þá hugmynd að kalla hvolpinn ‘'SNÚÐUR’' og það leist öllum vel á það og hann var kallaður Snúður. Snúður var oft til vandræða og pabbi var stundum alveg að vera brjalaður á honum en mér fannst hann alltaf yndislegur, við náuðum að vennja hann af að pissa inni, en vorum meir í vanda með að láta hann elta dekkin á bílum, honum fannst það svo spennandi, en við hleyptum honum oft út á bands eða án okkar og honum gékk mjög vel þegar við vorum ekki með, en fannst rosalega gaman þegar ég fór með hann upp í sveit eða upp á fjall var hann svo frjáls og liðugur og elskaði það. Mér leið eins og hann væri barnið mitt, ég elskaði hann út af lífinu, hann svaf oft inn í herbergi hjá mér og ef hurðin var lokuð, klóraði hann á hurðina og vældi, og ég hleypti honum alltaf inn, þó ég væri jafnvel sofandi.

Hann var svaka varðhundur og fjárhundur í sér, þegar voru smalir, smalaði hann alltaf rétt við fyrsta skipti og þegar pósturinn kom þá hlóp hann reif hann alltaf af póstinum póstinn og manneskjan var orðin frekar hrædd að koma með póstinn til okkar. Hann fissi alltaf þegar pósturinn steig inn í götuna beið Snúður alltaf við hurðina efitr honum, hann vissi alltaf þegar manneskja var ekki langt frá. Hjálpaði mér samt ekki mikið þegar ég var oft að stelast út, gelti fyrst en þegar hann sá mig hætti hann. Eitt kvöldið gelti hann alveg rosalega mikið og pabbi skildi ekkert í því hvað væri að, svo var komið af því næsta dag að bissu var stolið úr næsta húsi og sérst hefði til mannskju fara úr því húsi og var á leiðinni til okkar hús en þegar hann hefði heyrt í hundinum þá hefði hann hlaupið í burtu eins og fætur togað, var í fyrsta skiptið sem pabbi var ánægður með Snúð og gaf honum falleg og stórt bein fyrir það. Það gat enging kallað á Snúð nema ég, ég kallaði alltaf: Snúður, elsku Snúlli minn, ég kallaði hann oft Snúlla.

Eitt skipti þegar ég var læra upp í herbergi heyri ég læti niðri, Stóri bróðir minn hafði komið heim blid fullur, mamma var alveg brjáluð og pabbi var ekki heima. Þau rifust frekar mikið og áður en ég veit af heyri fullt af dótu brotna og öskur og læti, ég hleyp niður þá var bróðir minn gjörsamlega að rústa eldúsinu okkar og mamma biður mig að fara upp til hins bróður mins og passa að hann vakni ekki en þegar ég lít betur niðir liggur Snúður skjálfandi bakvið stól sem lá á gólfinu, ég kalla á hann og tek hann með upp í herbergi og við grúfum okkur undir sæng hliðin á litla bróðir mínum sem stein svaf yfir lætinn, svo kom löggan og tók hann í burtu, ég og Snúður förum niður og allt út í gleri og mat. Ískapurin ónýtur og allt.
Ég byrja að taka til og Snúður var svo skellkaður að ég svæfði hann með að singja lagið hans sem ég saung fyrir hann fyrst og hann sofnaði eins og lítið barn.
Á jólunum gáfum við honum gjöf, leikfang sem hann alveg elskaði.

En hann var að fara nást 2 ára aldurinn förum við fjölskylan til reykjarvíkur og eins og alltaf þegar við förum eitthvað fer hann í pössun upp í sveit hjá frænku okkar, og svo að við komust eitthvað þurtum við alltaf að loka hann fyrst inn í kjallara svo hann myndi ekki elta okkur. Við trúðum að myndi gera það, hann fór einu sinni upp í sveit til að gera tík hvolpafulla því hann var eini karl islenski hundurinn a svæðinu og hun var lika islensk en aður en dagurinn var liðinn þá hefði hann hoppað yfir girðinguna og labbaði allaleið heim til okkar. En allavega mér hlakkaði alla helgina að komast heim til að hitta yndið mitt og á sunnudeginum þegar við komum heim vildi pabbi ekki sækja Snúð allavega fyrir en á morgun. Eftir skóla næsta dag komum við heim og viljum ná í hann, pabbi neitar alltaf, aftur og aftur, við verðum frekar reið og viljum ná í hann. Þá segir pabbi okkur að hann hefði verið að elta bíl um helgina og orðið fyrir honum og hafi dáið strax á staðnum, fyrsta sem ég sagði við pabba að hann væri lygari og hann hefði látið frænda okkar skjóta hann því það væri það líklegasta, þá sagði pabbi minn sanleikan sem var rétt hjá mér. Pabbi sagði að ég væri að fara í frammhaldskóla og mamma væri að fara flitja í burtu og hann yrði ein þarna eftir. Ég var svo sár, mér fannst ég svo svikin, ég fékk ekki að hveðja hann, ég leit á föður minn sem morðingja því hann vissi hvað ég elskaði hann mikið, hann var mér sem mitt egið barn. Nú get ég ekki sungið lagið hann því ég græt alltaf. Ég sakna hans svo mikið. Og mun aldrei gleyma honum.

Elsku Snúður minn, hvíldu í friði og þetta er fyrir þig.

Dvel ég í draumahöll og daga mína lofa,
litlir hundar um löndin öll liggja nú og sofa,
hvílir ró og djúp á dal lítil hvílu ganga,
ennig SNÚÐUR sofa skal með skottið undir vanga.

(ég hef enga mynd á mér eins og er en einhverjir vilja fá get ég látið hana inn á síðuna) Lov ya :**