Border Collie/Dalmatian tíkin, Týra Hér langar mig til þess að segja ykkur frá hundinum mínum henni Týru.

Við fengum hana eftir hræðilegan missi þann 26 febrúar 2003. Þá misstum við hana heittelskuðu Snúllu kanínu:'( En Týra kom þá í staðinn og gerði margt sniðugt og asnalegt til að láta okkur hlæja.
Hún er Border Collie/Dalmatian og er mjög sérstök, hún er núna orðin 5 ára gömul og á afmæli 1 febrúar;) En já hún kom held ég 28 febrúar 2003. Og um leið og hún kom þá réðst hún á dúkkuna sína og rústaði henni einn tveir og tíu:P Og auðvitað þurfti að kaupa meira dót handa henni, hún var ekki lengi að fara illa með það.
Týra hafði lent í svolitlum slysum áður en hún kom til okkar. t.d. Það var keyrt yfir hana og minnkur réðst á hana og beit hana illa:(
Uppáhaldið hennar er nú barasta að fara í göngutúra og bíltúra. Hún elskar einnig að vera laus að hlaupa í fjörunni, en nei það er sko ekki farið að synda í sjónum:P:P Hún kann slatta af kúnstum, t.d. sitja, liggja, dauð, rúlla, gefa five, gefa hátt five, heilsa, velja nammi úr hendi, hoppa, dansa, grípa og það er reyndar rosalega mikið, man ekki meira í bili:P
Það er nú einn rosalegur galli við hundinn, því að hún kann að opna hurðir:P Maður getur orðið pirraður á henni stundum. Svona í raun og veru á ég hana mest því að ég hugsa mest hana og nenni að fara með hana í göngutúra. Ef hún heyrir orðið út, nammi eða bílinn þá verður hún alveg brjáluð.
Gleymdi að segja að frændi okkar gaf okkur hana vegna þess að hann hafði ekki tíma. Og sem betur fer höfðum við verið að streða um hund lengi og fengum óskina uppfyllta loksins:D;D Týra kom af heimili sem var held ég ekki hugsað nógu vel um hana, en ég er samt ekki viss.
Pabbi hennar Týru var nú bara úti að flækjast þannig að faðirinn þekktist ekkert. En mamma hennar var Dalmatian tík en ég veit sko ekkert hvað hún heitir. Ég veit voðalega lítið um litlu skottuna. Hún er allavega eyrnamerkt tvisvar, því að á fyrsta eyrnamerki voru engar upplýsingar um Týru. En svo lét frændi minn eyrnamerkja hana aftur;)
Hún elskar að grípa snjóbolta og éta þá síðan:P Allavega er hún ekkert rosalega mikill fjörkálfur. Hún leikur sér svona af og til. Hún hefur nú leikið sér við vin sinn hann Keitó litla. Í fyrsta sinn sem hún hitti hann, þá hataði hún hann af því að hann var alltaf að hoppa á hana:D Núna eru þau bara ágætist vinir en hún urrar samt ennþá á hann.
Ég hef nú farið labbandi með þau bæði ein útí fjöru, það var mjög erfitt:S Ég er búin að komast aðþví að hún Týra þolir ekki trampólín;) Það er nú samt allt annað mál með Keitó, bróðir minn og vinur hans tóku hann uppá trampólínið og byrjuðu bara að hoppa:@ Hann var nú samt hræddur en reyndi ekkert að flýja frá þeim:S:S Þá er þetta bara komið hjá mér;)

Læt fylgja mynd af Týru og Keitó;D
Bara að láta vita Týra er þessi brúna og hvíta;)