Íslenski fjárhundurinn
SAGA: Íslenski fjárhundurinn er eini þjóðarhundur Íslendinga. Hann barst til landsins þegar á landnámsöld með norrænum víkingum. Hundurinn varð bændum ómissandi við smölun og yfirsetu og vinnueiginleikar hans hafa aðlagast landslagi, búskaparháttum og harðri lífsbaráttu íslendinga á liðnum öldum.
Á síðustu áratugum hafa vinsældir íslenska fjárhundsins aukist og þrátt fyrir að stofninn sé ekki stór, telst hann ekki lengur í útrýmingarhættu.

EIGINLEIKAR OG LUND: Íslenski fjárhundurinn er fimur og þolinn smalahundur sem geltir og nýtist vel til að reka og safna saman búfénaði úr haga eða af fjalli og til fjárleita. Vakteðli er hundinum eiginlegt og sýnir hann áberandi gestalæti er ókunna ber að garði, án þess þó að vera árásargjarn. Veiðieiginleikar eru ekki áberandi í fari hans.
Íslenski fjárhundurinn er glaður og vingjarnlegur hundur, forvitinn og fjörmikill með ljúfa lund, harðger og óragur.

LITIR: Litbrigði eru með ýmsu móti, en þó skal einn aðallitur ávallt vera ríkjandi.
Aðallitir eru:
· Gulur í ýmsum blæbrigðum allt frá ljósgulum lit til dökkrauðguls litar.
· Leirhvítur.
· Mórauður.
· Grár.
· Svartur.

HÆÐ: Æskileg hæð hunda er 46 sm og tíka 42 sm.

GALLAR: Öll frávik frá ofangreindri lýsingu eru gallar sem skulu dæmdir í réttu hlutfalli við frávikið frá ræktunarmarkmiðinu.
· Svört kápa (kápótt) með gulum og gráum aðallit.

ALVARLEGIR GALLAR:
· Engir sporar.
· Gul augu.
· Kringlótt, útstæð augu.

Tekið af www.islandia.is/sunnusteinn

Það væri rosalegt tjón ef að fjárhundurinn okkar myndi útrýmast, þetta eru yndislegir hundar.
Það kemst enginn nálægt heimilinu þínu án þess að þeir láti vita, en þeir eru þó ekki grimmir, svo kunna þeir að “brosa” :)

Ég veit ekki hvort að það er satt, en mig minnir að ég hafi lesið það einhversstaðar að einhver útlensk kona hafi bjargað þessu hundakyni frá útrýmingu fyrir allmörgum árum, ef að einhver veit eitthvað meira um það endilega speak up!
———————————————–