Ég er með tæplega 4.mánaðar hvolp (border collie) og er mikið að spá í hvar ég á að leyfa henni að sofa hún sækir stíft í að koma uppí hjónarúm og hingað til hef ég ekki leyft henni það nema kannski á morgana þegar ég er orðin ein í rúminu, en henni virðist líða svakalega vel uppí og ég er með hálfgert samviskubit yfir að leyfa henni ekki bara að kúra uppí alla nóttina.
Henni er bannað að vera inní stofu síðan hún dundaði sér við að gera gat á sófasettið og borða öll blómin en þar sem sjónvarpið er það þá getur hún voða lítið kúslast hjá okkur.
Hún virðir alveg bönn nú orðið en ef ég leyfi henni að kúra hjá okkur í rúminu á nóttinni lendi ég þá ekki bara í vandræðum seinna meir, rúmið er nú ekkert svakalega stór og hún á eftir að stækka helling, fara úr hárum og allt það.
Spurningin er því þessi, ef ég leyfi henni að sofa uppí núna get ég þá bannað henni það seinna meir ??
Kveðja
EstHe
Kv. EstHer