jæja..var að koma heim úr morgungöngu með hundinn minn hann Kát, allt gekk vel og ég í góðu skapi. haldiði ekki að ég mæti einni af þessum líka yndislegu manneskjum sem hata hunda? grr..
anyway, hef smá spurningu fyrir ykkur hér: hafiði tekið eftir því hvað stór hluti fólks sem hatar hunda, er fólk sem er svona 55 ára eða eldra, og greinilega fólk sem er alið upp í sveit og hefur hugsanlega sofið í fjósi? mér finnst það alveg merkilegt að flestar manneskjur sem rífast útaf dýrum almennt eru manneskjur sem öldust hugsanlega upp uppí sveit, eða á þeim tíma er hundar, kettir, og önnur dýr voru ÚT UM ALLT. segið mér hvað ykkur finnst, er það ekki frekar satt að fyrrverandi sveitafólk rífst mest?