vantar smá aðstoð~ <font color=lightslategray>Sko, það vill svo til að hundurinn minn, hann Kátur, er alveg rosalega erfiður í bíl. Það þýðir ekkert að binda hann því þá brýst hann bara um. Málið er það að hann getur ekki verið kyrr í bílnum vegna spennings, honum hlakkar svo mikið til að fá að fara út að hlaupa. Ég vil endilega reyna að finna einhverja lausn á þessu…hann er EKKI bílvekur því þegar hann er búinn að fá að hlaupa og leika sér er hann sallarólegur og annað hvort situr eða liggur kyrr. Hann er að verða 5 ára núna í nóvember, hann er íslenskur fjárhundur og algjör engill, NEMA í bíl..getur einhver gefið góð ráð?