Hafið þið tekið eftir að …

Kanski eruð þið úti að labba og hundgreyið kúkar og áður en að þú nærð pokanum upp út vasanum kemur einhver gjammandi og fer að röfla í þér um að það sé hundaskítur allstaðar og að hundaeigendur hirði aldrey upp eftir hundana sína!

Þetta fólk er ekki að átta sig á því að það eru til aðrar dýrategundir sem kúka líka! eins og Kettir, gæsir og Hestar! og ólíkt hundinum eru þessar tegundir “lausar”, semsagt ekki hægt eða erfitt að takmarka úrgang þeirra í náttúrunni! og þá á ég sérstaklegaa við gæsaskít þar sem hann er á öllum opnum svæðum í massavís! hundarnir okkar reyna líka oft að éta úrgang annarra dýra sem getur reynst skaðlegt!

því vil ég hvetja hundaeigendur um að hirða alltaf upp eftir hundana!
kattaeigendur um að takmarka ferðir katta sinna út (1x á dag virkar fyrir minn kött)
hestaeigendur um að muna að svelta hesta sína fyrir túra!

og yfirvöld um að þrífa þennan helvítis gæsaskít af túnum okkar!