73 ára kona í Flórída, beit hund. Margaret Hargrove var úti að labba með 9 mánaða gamla hundinn sinn Alex, þegar Bolabítur í nágrenninu fór að fylgjast með Alex, sem er Terrier, svo réðst Bolabíturinn á Terrierinn, og beit í hausinn á honum, þannig að höfuð Terriersins var inni í munni Bolabítsins. Margaret reyndi að toga í sundur kjálka Bolabítsins án árangurs.
“Ég sá hundinn minn vera að deyja þarna fyrir framan mig” sagði hún í blaðaviðtali á föstudaginn. Margaret sagðist hafa farið niður á hnén og bitið í háls Bolabítsins, “hundurinn sagði bara: ”Yip!“, ég hélt ég mundi aldrei bíta hund!”
Bolabíturinn sleppti Alex og bakkaði í burtu, sýndi svo Margaret tennur sýnar og urraði, en hún beit hann bara aftur.
Nágranni kom með hafnarboltakylfu og hræddi hundinn í burtu.
4 spor þurfti að sauma í hendi Margaret Hargrove. Einnig þurfti Alex sauma til að loka sárum, hann fékk líka mar í kringum annað augað. “Hann hreyfir sig ekki mikið” sagði Margaret í blaðaviðtalinu. “Ég áttaði mig ekki á því hvað þetta var ógnvekjandi fyrr en eftirá. Tvær mínútur í viðbót og hundurinn minn hefði dáið.”
Marc Hicks, eigandi Bolabítsins, segir að nágrannakrakkar hafi líklega skilið hliðið eftir opið og þannig hleypt hundinum, Holly, út.
“Hún er mjög árásargjörn gagnvart öðrum hundum. Ef ég hefði verið þarna úti með haglabyssu og séð hundinn minn hlaupandi að Hargrove og hundinum hennar, hefði ég kallað einu sinni og svo skotið hana sjálfur.”
Just ask yourself: WWCD!