Ég las um þetta í fréttblaðinu í morgun og var ekkert smá hissa. Ég hafði lesið um þetta í ótrúlegar staðreyndir eða einhverri bók sem hét eitthvað í þá áttina, en sum þessara dæma höfðu átt sér stað í kringum 1960 og og jafnvel fyrr, ég hreinlega efaðist um að þetta væri allt saman satt.

En maður verður eiginlega að trúa þessu, svo virðist svo sem að drengurinn hafi lifað á mjólk sem ein tíkin mjólkaði honum og einnig hafi hann lifað á rusli sem að hann og hundarnir fundu á götum bæjarins og í ruslatunnum. Þegar að lögreglan reyndi að ná drengnum þá stökk hann víst út í sjóinn og reyndi að forða sér á sundi, en hann náðist þó.

Það er bara eitt sem “böggar” mig við þetta, það er það að hann hafði átt að hafa verið með þessum hundum í 2 ár, og farið reglulega með þeim inn í þetta sjávarþorp að leita að einhverju ætilegu, afhverju liðu heil 2 ár þangað til einhver sá ástæðu til að fjarlæga drenginn úr hundahópnum ??
———————————————–