Ég er búin að vera lesa hérna fullt af greinum og finnst margar mjög athyglisverðar, og margir með einhver vandamál. Ég er búin að svara nokkrum og ákvað svo að skrifa eina sjál um þjálfun og eðli hundsins. Þegar fólk fær sér hund og kemur með hann inn á heimilið þá sér hundurinn að hann er kominn í nýjan flokk. Fyrsta vandamálið sem fólk er að lenda í yfirleitt er að hvolpurinn vælir og geltir alla nóttina þegar búið er að koma honum fyrir í þvottahúsinu eða forstofunni, og það er staðreynd að flestir geyma hundana sína þar. Það sem hvolpurinn er að gera með vælinu er að hann er að reyna að kalla á gamla flokkinn sinn, hundar eru flokksdýr og það er ekki hægt að þjálfa þá af því. Það er lang best þegar komið er með nýjan hund á heimilið að hafa hann inn í svefnherbergi í kassa eða eitthvað svoleiðis á meðan hann er að venjast nýja flokknum svo líður af því að hann þekkir húsið sem svæði flokksins og veit að hann er öruggur þar. Í þessu er líka þegar að hundur er skilinn einn eftir heima þá eiga það svo margir til að segja “bless” eða eitthvað í þá áttina, þá eru þið að biðja hundinn um leyfi til að fara út og það veldur því að hann getur verið að gelta allann liðlangann daginn. Það er langbest að labba bara út án þess að segja neitt, byrja stutt og lengja það síðan. Þegar þið komið heim aftur og hundurinn kemur á móti ykkur ekki heilsa honum farið inn og gerið eitthvað alveg sama hvað í 1 mín eða svo heilsiði svo hundinum. Þannig sleppið þið við flaður og annað þegar þið komið heim, og það er ekkert eins pirrandi að vera að fara út að borða eða eitthvað svoleiðis í fínu fötunum og kemur hundurinn og flaðrar upp um mann allann þegar maður kemur heim. Til að koma í veg fyrir að hundurinn sé alltaf að gelta að öðrum hundum og jafnvel slást eða bara gelta að fólki, setjiði hundinn í taum og farið út að labba þegar þið mætið einhverjum setjiði hann fyrir aftan ykkur og heilsiði viðkomandi og labbið í burtu. Það sem hundurinn sér er að þarna kom einhver óviðkomandi hans flokks og þið voruð svo sterk að þið rákuð hann í burtu. Fáið þið svo einhvern annann hundaeiganda til að mæta ykkur með sinn hund, labbið upp að hvort öðru og setjið hundana fyrir aftan ykkur og labbið svo í sitthvora áttina. Geriði þetta nokkrum sinnum og þá fer hundurinn að hætta að sækja í það að rjúka alltaf í aðra hunda. Ef þið viljið að hundarnir hittist klappiði þá fyrst ókunnuga hundinum og ef þeir eru báðir rólegir gefið þá slakann tauminn, alls ekki láta þá mætast auglitis til auglitis. Hundar heilsast með því að þefa að rassinum af hvor öðrum. Annars eru þeir komnir í árásastöðu. Ef þeir eru mjög spenntir þá er betra að æfa þetta nokkrum sinnum áður en þið leyfið þeim að hittast, vegna þess að tilgangurinn með þessu er að sýna hundinum að það eru þið sem takið stjórnina á aðstæðum. Í flestum tilfellum þegar hundar fara að slást er vegna þess að þeir neyðast til þess án þess að þeir vilji það en hafa lent í því að þegar þeir voru hvolpar að fólk kemur upp að þeim og klappar þeim á hausinn og sýnir þeim ógnun. Hundar vilja það ekki, eða að annar hundur hefur komið og ógnað honum og þið ekkert gert, í flestum tilfellum tekur fólk ekki eftir því fyrr en búið er að sýna þeim það. Ef einhver fer yfir hundinn þá er hann að ógna honum. Eins og td var ég að lesa það hérna að margir eru með sýningarhunda. Ég fékk einn inn í vetur sem hafði verið vandamál að sýna af því að hann varð alltaf svo bældur þegar eigandinn stilti honum upp og dómarinn skoðaði hann, svo ég bað eigandann að stilla hundinum upp fyrir mig og hundurinn varð strax mjög bældur þegar manneskjan teygir sig yfir hann og byrjar. Þannig að ég bað hana að fara niður á hækjur og stilla honum upp og það var allt annar hundur sperttur og fínn. Þetta litla smáatriði getur skipt stóru máli fyrir suma hunda. Biðjiði fólk sem er að heilsa hundunum ykkar, sérstaklega hvolpum að beygja sig niður og klóra undir hálsinum það skiptir máli. Nú finnst mér ég vera búin að skrifa svoldið mikið enda ekki mikil tölvumanneskja en spáiði í þetta og endilega komiði með komment eða spurningar.