Ég lenti í því með Bangsann minn þegar hann var
ca. 10mán að hann beit mig. Niður að beini og tók
meira segja í sundur taug. Hann var búinn að vera
í pössun í 3 vikur hjá bróðir mínum og ég þurfti
liggur við að “ala hann upp aftur” til þess að
fá hann til að hlýða mér. Spurning hvort hann
hafi gleymt mér á svo skömmum tíma. Einhver?
Mér auðvitað DAUÐBRÁ og hugsaði með mér að þetta
væri sko ekki Bangsinn minn, svona grimmur og
sýnandi tennurnar og urrandi. Það sem ÉG gerði
rangt var það að þegar ég var að skamma hann
sagði ég honum að “fara inn”, þá fer hann inní
svefnherbergi (í skammarkrókinn, og hann veit það),
sem hann og gerði, nema hvað að ÉG FER Á EFTIR
honum og held áfram að skamma hann,… :(
Ég lem ekki hundinn heldur skamma ég hann alltaf
í orðum, og málið var að hann var orðinn hræddur
við mig afþví ég stóð ógnandi yfir honum og talaði
niður til hans og benti á hann (einsog Alicia í
Survivor, hehe) og þá sýndi hann mér tennurnar og
urraði og ég fór með hendina ALLTOF nálægt trýninu
á honum þanig að *SNAPP* hann beit. Ég var í sjokki
á eftir og ætlaði sko að gefa hann og ég veit ekki
hvað og hvað. En daginn eftir auðvitað búin að
fyrirgefa honum en svo nokkrum dögum síðar, þegar
ég er að fara með hann að labba á nýjum stað þá
bara hlýddi hann mér engann veginn og leit ekki
einusinni við þegar ég kallaði á hann, heldur
fór bara að flaðra upp um annað fólk sem var að
labba þarna. Ég kalla og kalla og LOKS hálftíma
seinna eða eitthvað, þegar ég næ honum, set ég
hann inn í bíl og byrja að skamma hann, þá sýnir
hann mér tennurnar og urrar á mig…..
(eftir þetta skamma ég hann aldrei þegar hann kemur
uppí bílinn því þá gerir hann samasemmerki milli
að-koma-í-bílinn og skamma).
Þetta skeður aftur svona viku seinna, og þá í
bíl, vinkona mín sat hliðina á mér og hún blánaði
af hræðslu við hundinn( hver yrði það ekki, hann
minnti á Cujo), hann sýnir tennurnar og urrar,
bara útaf því að ég var að segja honum að fara
aftur í sem hann gerði ekki, þá tek ég í
hálsólina og dreg hann niður í gólf, en um leið
og ég sleppi þá verður hann enn reiðari og ég var
enn hræddari, en ég var reyndar snögg að hugsa að
nú væri að duga eða drepast, ef ég ekki gerði neitt
núna þá yrði þetta svona, hundurinn myndi ráða yfir
mér afþví hann myndi þá vita að ég væri hrædd við hann.
Ég reyndi að vera með rosalega ákveðna rödd og ákveðið
augnaráð því jú, hann horfði í augun á mér, og sagði
“dimmrödduð” við hann; FARÐU AFTURÍ, en neinei hann
bakkaði ekki, heldur varð enn ákafari þá sló ég
hann svoldið fast beint OFANÁ trýnið og lét einsog
ég ætlaði sko ekki að bakka þá skeði það…hann
stökk afturí og snarþagnaði. Ég og vinkonan
“ignoruðum” hann það sem eftir var kvölds sem
voru einhverjir 3-4 klukkutímar og eftir þetta
erum við þvílíkir vinir.
Ég VIRÐI hann og hann VIRÐIR mig. Þó það sé ekki
gott að láta bíta sig þá lít ég á sem að þetta
bit hafi verið þess virði, þó það hljómi fáránlega.