Ráð til að baða hunda Setur hundurinn þinn skottið á milli lappana og hengir haus um leið og hann heyrir að það sé kominn baðtími á hann ?
Eða berst hann hetjulega um og reynir allt til að sleppa þegar að það er kominn tími til að skola skítinn af honum/henni?

Þú hefur sennilega fengið að reyna það að þegar þú ert að baða hundinn þinn þá endar þannig með því að þú ert janvel dauðuppgefin/n, gólfið rennblautt og fötin þín líka, og hundurinn etv í rusli.

Til að byrja með er best að taka það fram sem langflestir vita, hundar eru ekki hrifnir af köldu vatni, skiljanlega. Þegar að það er hlýtt úti er jafnvel hægt að baða hundinn úti og losna þannig við að bleyta allt baðherbergið eins og vill stundum fara.
Áður en tekist er til handa við að baða hundinn úti er best að hafa við hendina það sem þarf: Hundasjampóið, 2 fötur af vel volgu vatni, 1-2 handklæði og kambinn. Að því loknu setur þú hundinn í bandið sitt, gott er að biðja einhvern í fjölskyldunni (ef mögulegt er) að halda í hundinn svo að hann stökkvi ekki til og frá, sérstaklega ef að hann er hræddur við bað.
Á undan og á meðan það er verið að baða hundinn er gott að klappa honum og kemba, nudda uppáhalds staðina hans, og reyna að dreifa huga hundsins þannig og jafnframt að tengja bað við eitthvað gott, og koma honum hægt og rólega í skilning um það að það sé alls ekkert slæmt að fara í bað. Líka að tala róandi við hann.
Hellið vatninu þá rólega á hundinn og reynið að nudda bleytuna vel inní feldinn á honum þannig, það róar hann líka, þegar að hann er orðinn nógu blautur er hafist handa við að sjámpóa hann og nudda sápunni vel ofan í feldinn. Athugið að nota ekki of mikið sjampó og að passa að hvorki vatn né sápa fari í augu eða eyru. Skolið svo rólega af honum og mjög VANDLEGA, það má alls ekki vera sápa eftir, hún getur ert hann. Svo ef að þið eruð snögg þá er aldrei að vita nema að þið náið að því loknu að þurrka voffa áður en hann hristir sig á þig :)

Þegar að hundurinn er baðaður inni skal vera slökkt á sturthausnum á meðan hundurinn er settur ofan í baðkarið, og það er MJÖG gott að hafa gúmmímottu á botinum svo að hann sé ekki að renna útum allt, það eykur á óöryggi hans.
Svo er bara eins farið að og úti nema auðvitað er sturtuhausinn notaður í stað vatnsfatanna. Það er líka mjög gott að láta vatnið renna hægt, ef að krafturinn er of mikill verða þeir hræddir.

Ef að hundurinn fer beint eftir bað í mestu skítahrúgu sem hann finnur og veltir sér upp úr henni nautnarlega, þá vitum við það að þeir geta lítið við því gert sjálfir, þetta er “basic instinct” frá því að þeir voru villtir, þá veltu þeir sér uppúr því lyktarmesta og helst mest klístraða sem þeir fundu til að dulbúast (fela hundalyktina), þá áttu þeir betra með að læðast að bráðinni.

Eins er ekki gott að baða hunda of oft, og alls ekki að nota manna sjampó, það eyðir fitunni sem er undir hárunum, sú fita verndar húðina gegn kulda og bleytu.

Eitt annað, ekki halda að ég álíti að þið kunnið ekki að baða hundinn ykkar. Ef að þið hafið fundið aðra aðferð sem hentar ykkur hundinum vel þá bara endilega halda sig við hana! Ég lenti sjálf í hrikalega miklum vandræðum með minn fyrri hund þegar að það átti að baða hana, og þá varð sko allt blautt, meira að segja loftið blotnaðu!! (það var athöfn að baða þann hund .. ÚFF)

Hundakveðjur .. Zaluki
———————————————–