Ég er komin með hvolp, 9.vikna Border Collie bland í poka,dúllu ;)
sem kom bara á heimilið í gær, nú langar mig að vita hvenær má fara að kenna henni, hún er auðvitað ennþá voða vitlaus og er ennþá að venjast okkur og sínum nýju heimkynnum, en er dáldið fyrir að glefsa í leik og svakalega ánægð ef hún kemst í skó til að naga ;/ við erum á fullu að venja hana við okkar reglum, ekki vera uppí sófa, ekki naga sko og framvegis…. en mig langar að vita hvenær það fer að vera óhætt að venja hann við taum og leggja á hana alvöru kennslu ??? ég vill auðvitað ekki ofgera litla skinninu, og veit að hún þarf að ná að treysta okkur fyrst, en ég er samt farin að spá í framhaldinu… er ekki einhver þarna sem hefur svakalegt vit á svona hvolpum ?? :) endilega opnið viskubrunn ykkar og hleypið mér inn ;)
kveðja
StoneM
p.s hvað þurfa 9.vikna hvolpar að sofa mikið á sólahring ?
StoneM