Fyrsta hundasýning Hundaræktarfélagsins Íshunda ( eða öðru nafni Hundaræktarfélag Dalsmynnis ) var haldin s.l. laugardag.
Þvílíkan skrípaleik hef ég aldrei áður augum litið. Ég fór þangað af einskærri forvitni, og satt best að segja - þá hélt ég nú að þau myndu gera betur en þetta. Allir hundarnir á sýningunni voru frá Dalsmynni, og dæturnar á Dalsmynni voru oftast inni í hringnum að sýna. Önnur þeirra var nú alltaf að segja dómaranum til, hefði frekar þurft að segja þulinum til - þessi þulur vissi ekkert hvað um var að vera inni í hringnum og það eina sem maður heyrði var: “ég HELD að þetta sé hundur númer ….”.
Ef þetta var ekki þeirra fyrsta og síðasta sýning, þá veit ég ekki hvað þarf til. Það voru nánast engir áhorfendur og það var alltaf hundur frá Dalsmynni að vinna.
Það var hrein skömm að sjá einn Boxer hundinn þeirra, það var eins og hundurinn ætlaði að líða útaf. Boxer sem á að vera fullur af vilja og orku, það var eins og hann væri á róandi.
Forvitni minni var svalað eftir skamma stund, en ég er enn forvitin að vita, hvað þarf að gerast til að verði bannað að eiga 140 hunda + önnur dýr - og geta ekki sinnt neinu af þessu??