Jæja, ég fór með tíkina mína á Geirsnef í gær. Óð þar hundaskít upp í hné á meðan aðrir hundar voru að áreita minn hund, og eigandinn var að bora í nefið úti í buskanum að kjafta við einhverja aðra hundaeigendur. Mér finnst fólk alls ekki fylgjast nógu vel með hundunum sínum þarna, sumir hanga bara inni í bíl á meðan hundspottið er látið hlaupa úti í hringi, eða elta bílinn. Sem að mér finnst fáránlegt, ef að þú nennir ekki að vera úti með hundinum þínum, hví ertu þá að eiga hann ? Ég er reyndar ekki að segja að það sé ekki í lagi að fara aðeins inn í bíl, en það eru margir sem eru alltaf inni í bíl, maður er farinn að taka eftir því þar sem að ég kem nokkuð oft þangað.

En það var annað sem stakk mig alveg hrikalega í augun á meðan að ég var þarna, það var þessi vörubílaumferð. Fyrir utan að vörubílarnir aki þarna fram og til baka að sturta mold í einhvern haug sem ég hef ekki hugmynd um til hvers hann er, þá aka þeir ALLTOF hratt! Það er ekki fræðilegur möguleiki að þeir geti stöðvað ef að hundur hleypur út á veginn, þeir myndi hreinlega valta yfir hann. Vitið þið við hvern maður á að tala til að kvarta undan þessu og til þess að fá svör við því til hvers þessi haugur þarna er ?
———————————————–