Það er ekki komið áhugamál sem heitir gæludýr þannig að
ég skelli þessu hérna inn. Þetta er sönn saga.. frekar
stressandi að lenda í svona.
Þannig var að ég var að versla í gæludýrabúð
og vinur minn vinnur þar.
Ég var eitthvað að fikta í hamstra og kanínubúrunum
og taka kanínur upp og þá sagði hann allt í
einu þegar ég hélt á einni kanínu; “heyrðu þú mátt
eiga hana” og á endanum fór ég heim með 2 kanínur,
einn geldann kall sem annars hefði verið lógað,
og eina albinóa-dömu svona til að halda kallinum
félagsskap.
Ég voða ánægð enda alger dýramanneskja, setti þau í
sérherbergi og hleypti þeim út reglulega til að leyfa
þeim að hlaupa um herbergið og teygja úr sér.
Einn góðann veðurdag þegar ég er að fara að setja þau
inn í búr eftir “frímínúturnar” þeirra, þá rek ég
augun í eitthvað oggulítið á gólfinu og fyrsta sem ég
hugsaði var; “hvað er pínkulítill hamstur að gera hér
á gólfinu”? Við nánari athugun var þetta ískaldur nýfæddur kanínuungi og þegar ég fer að líta í kringum mig tók ég
eftir því að hvorki kellann né kallinn sáust en ég sé
fleiri og fleiri unga útum allt gólf á víð og dreif um
herbergið, allir ískaldir og blóðugir.
Shit! Allt í einu átti ég 11 eða 12 kanínur! Og kallinn
átti að vera geldur! Ég byrja að týna ungana upp og sumir
voru dánir en þeir sem voru með lífsmarki (eitthvað um 8)
lét ég í machintoshdós sem var full af bómull og lét það
ofaná ofninn sem var brennheitur. 7 ára frændi minn var
hjá mér í pössun og ég lét hann anda á þá þar til dósin
var orðin nógu heit. úffffffffffff ég hringi í dýralækni
og hann segir að ég þurfi svona hitalampa til að ná að
halda á þeim hita.
Kellan lét ekki sjá sig, neinei, hún var útí horni undir
rúmi að þrífa sig í rólegheitum, vildi ekkert með ungana
hafa. Fyrsta got hjá henni og hún kunni ekki alveg á þetta.
Eftir 1 sólarhring voru 2 dánir til viðbótar en kellan
farin að líta við þeim lifandi núna og hélt á þeim hita
og gaf
þeim að borða. Svona líður þetta í nokkra daga þangað til
ég þarf að fara út á land og 2 vinkonur mínar passa
dýragarðinn minn (1 köttur, 1 hundur og kanínur) á meðan.
Þá tekur kellan upp á því að drepast! Oh boy! Vinkonurnar
þurfti að fæða ungana sem eftir lifðu á hvolpa-þurrmjólk,
sjóða vatn og gefa þeim öllum ákveðið magn 2-4x á dag.
Nokkrir mánuðir líða og ungarnir 5 eru farnir að spjara
sig og éta venjulegan mat og sprella um allt herbergið
og kallin sem átti ekkert í þeim varð góður stjúp-pabbi,
hann VAR geldur. Einhver kallinn í búðinni hafði stokkið
á hana og gert hana ólétta.
En allavega, dag nokkurn, er ég að fara að gefa þeim að
borða og þá tek ég eftir því að 3 ungarnir eru horfnir.
Gluggi sem ég var með opinn við og við var of hátt uppi
fyrir þá, þannig að ég skyldi ekkert í þessu, þangað til
eitt sinn er ég fer að fara kíkja á þá að þá stendur köttur
í gluggakistunni sem lætur sig hverfa um leið og ég kem.
Þar kom skýringin, kettirnir í hverfinu höfðu verið að
leika sér að því að koma inn um gluggann og veiða ungana
(sem reyndar voru orðnir svoldið stórir) og fara með þá út
og drepa þá því ég fer út að leita og nágrannakona benti
mér á einn unga með tannaför á hálsinum. Þar með voru bara
3 kanínur eftir. Ég sá sitthvorn köttinn í glugganum hjá mér þannig að þetta var fleiri en einn köttur sem hafði látið
ungana hverfa.
Ég fékk svo mikið meira en nóg af þessum öllu saman áð
ég fór með ungana sem eftir voru og kallinn aftur
í búðina og vinur minn tók við þeim aftur.
Pjúffffffffffffffffffffffff
there……… I´ve said it.