Fyrir 3 dögum fengum við okkur lítin hvolp, hann var tveggja mánaða og var rosalega sætur svo chi chi wawa eða eitthvað er ekki viss hvernig það er skrifað allavega er hann minnsta hundategund heims. Við fengum hann með flugi og var hann sendur í búri og mamma mín var búin að biðja um að einhver myndi sitja með hann svo hann yrði ekki hræddur og kaldur en hann var geymdur í farangsrýminu að hugsa sér að einhver haldi að svona lítið dýr geti verið eitt í farangusrými. Svo kemur hann og allt í lagi með það nema hann er slappur og þreyttur. Svo dagin eftir förum við með hann til dýralæknis og þá er sagt að hann sé með smá kvef og honum er gefið eitthvað lyf svo honum líði betur. Ef um kvöldið er hann ennþá verri getur varla staðið í fæturnar svo systir mín fer með hann upp á dýraspítala og þá komi í ljós að hann hafi ofkælst þannig að það þurfti að setja hann í hitateppi og systir mín þurfti að vaka yfir honum alla nóttina og um nóttina fékk hann svo mörg krampaköst að það þurfti að kalla á lækni aftur og það komu tveir og þeir sögðu að hann væri að deyja og þetta væri að verða búið.
En um nóttina var hann aðeins farin að hreyfa sig svo þá var möguleiki að hann myndi halda lífi. Um morguninn næsta dag fór systir mín með hann aftur til dýralæknis og þá var hann búin að missa meðvitund og þar kom í ljós að hann væri með 40 stiga hita, lungabólgu,blóðeitrun og blóðugan niðurgang en það var ekki allt því svo kom í ljós að hann væri með ónýtt nýru og það þurfti að svæfa hann bæði vegna nýrnana og svo gat heilin verið skemmdur vegna krampans og hann hefði geta orðið verulega ofbeldishneigður.
Ég fór að gráta og við fengum að hafa hann í einn sólahring. Hann dó í gær 23. nóv þegar systir mín átti afmæli. Við gátum ekki einu sinni gefið honum nafn þannig að hann heitir Pondus eftir myndsögunni í fréttablaðinu því mér finnst það snilldarsögur. En ég vorkenni honum svo mikið að hafa þurft að ganga í gegnum þetta allt og það aðeins tveggja mánaða en hann er vonandi á betri stað núna. Ég sakna hans rosalega þótt ég hafi bara þekkt hann í svona stuttan tíma.