Ég er að gefa Bangsa dropa í eyrun, þetta er
frekar fitugur vökvi sem hann fær og þó ég
reyni að miða beint ofan í hlustina þá
nær hann alltaf einhvernveginn að klóra sér
þannig að hann er allur rosalega fitugur á
hálsinum og þar af leiðandi verður hann
allur kaldur á því svæði. Ég á eftir að
gefa honum þetta í nokkra daga í viðbót,
(18daga í allt) og ég er hræddur um að
hann endi bara með lungnabólgu !! :(
Ég er búin að baða hann og allt kom
fyrir ekki, er búin að þrífa hann tvisvar
með hundasjampó-vatni OG ÞURRKA hann með
hárþurrku á eftir og ENN er hann fitugur.
3 tilraunir - enn fitugur. Þetta er
svolítið leiðinglegt afþví að hann hefur
aldrei verið fitugur á feldinum. Aldrei.
En núna næ ég þessarri helv.. fitu ekki
úr hálsinum á honum, og oná og í kringum
eyrun. Er einhver sem hefur lent í því
sama og veit einhverja lausn? Er möguleiki
að hann geti endað uppi með lungnabólgu
eða eitthvað svoleiðis?

Eitt enn,

Trýnið á honum er stundum með hvíta
bletti, lítur út einsog þurrkublettir.
Kisan er náttúrulega dugleg að banka
hann í nefið og lætur eflaust klærnar vaða
í leiðinni, en þetta eru ekki sár, heldur
bara svona hvítt “landslag”.
Mér hefur dottið í hug að láta rakakrem
eða body lotion, vaselín jafnvel…
Einhver með lausn á þessu vandamáli?

Með fyrirfram þökkum um svör
Ein áhyggjufull