Hvuttadagar eru dagar þar sem fólki gefst kostur á að kynnast þeirri hundamenningu sem er á Íslandi. Á staðnum eru ræktendur/eigendur hunda og hundarnir þeirra, dýralæknar, hundaþjálfarar og fyrirtæki sem að tengjast hundum eða hundahaldi á einhvern hátt eins og gæludýraverslanir, hundasnyrtistofur og tryggingafyrirtæki (hundatryggingar). Markmið Hvuttadaga eru að stuðla að betri hundamenningu á Íslandi auk fræðslu fyrir hundaeigendur og áhugafólk um hunda.

Einnig eru dagarnir frábær leið fyrir fjölskyldur til að kynnast hundum og því sem fylgir hundahaldi.

Auk hundanna, sem hægt er að fá að klappa og skoða, verður vegleg dagskrá í gangi um dagana þar sem m.a. verða tískusýningar (hundaföt og aukahlutir), hundafimisýningar, hundaþjálfarar sýna færni sýna, vinnuhundar sýna hvers þeir eru megnugir auk þess sem hundategundirnar á svæðinu verða kynntar ítarlega.

Hvuttadagar hafa verið haldnir tvisvar áður, árið 2002 og 2003. Í bæði skiptin tókust dagarnir frábærlega. Árið 2002 komu um 2000 manns á svæði og árið eftir tvöfaldaðist sú tala en rúmlega 4000 manns heimsóttu dagana í það skiptið. Bæði árin voru dagarnir haldnir í Reiðhöll Gusts, Kópavogi. Dagarnir eru að alltaf að verða stærri og stærri og eru orðnir að föstum lið í hundaheiminum á Íslandi, í ár hafa um 30 hundategundir staðfefst þátttöku sína auk 20 fyrirtækja og þjónustuaðila í hundaheiminum og því verður nóg að skoða.

Hvuttadagar verða haldnir helgina 20. – 21. nóvember næstkomandi í reiðhöll Gusts við Álalind, Kópavogi. Það verður opið báða dagana frá 12.00-17.00 og kostar 500 kr. inn. hvorn daginn

Hægt er að skoða allt um dagana á heimsíðu þeirra http://www.hvuttadagar.net.
Kv. EstHer