Tegund 1
Þessi hundur er svolítið fálátur og kuldalegur.
Hann geltir bara á þig ef þú bakkar hræddur frá honum.
Geltið er hást og fer hækkandi.Hann heldur skottinu
í 45° frá rassinum. Hann myndi bara bíta þig ef þú
stríðir honum látlaust eða hann sæi að þú værir hræddur.
Þú sem eigandi og leiðtogi hundsins mátt aldrei undir
neinum kringumstæðum sýna hræðslu gagnvart hundinum.
Það á aldrei að sýna hundum hræðslu því þá treystir
hann þér ekki. Hundar sýna mistraustið með gelti
og árásagirni.


Tegund 2
Þessi hundur sýnir tilfinningar sínar, skapgerð sína, eðlisfar/innræti með að halda Skottinu í 10° horni
frá rassi. Það er næstum því milli lappanna á honum.
Hann er kuldalegri en sá í Teg.1 og þegar hann bakkar
í burtu frá þér þá glamrar í tönnum hans.
Geltið er meira skerandi en Teg.1 og tennur mun
sýnilegri.
Stundum getur þó geltið í þessum hundi verið svipað
og Teg.1 en hann verið mikið kuldalegri.
Er þú nálgast hann þá bakkar hann, en um leið og þú
bakkar geltir hann hárri raust einsog hann vilji
tæta þig í sundur.

Ef þú nálgast hann óhræddur þá bakkar hann og verður
algerlega undirgefinn. Þegar þú bakkar aðeins frá
honum, jafnvel í eina sekúndu(eftir að vera búin
að nálgast hann)þá bítur hann þig.
Þessir hundar bíta oftast fólk án sýnilegrar ástæðu.
Þessvegna þurfa eigendur allaf að hafa slaka á ólinni
þegar þeir eru í göngutúrum. Strekkt ól gefur
þessum hundum til kynna að það sé eitthvað að varast.
Líka það, að finna eigandann hinumegin við strekkta ól
gefum þeim þá tilfinningu að eigandinn muni hjálpa
þeim í slagsmálum, þannig fá þeir falska öryggiskennd.
Í kringum ókunnuga skulu feimnir hundar alltaf vera
undir eftirliti.


Tegund 3
Þessir hundar haga sér einsog þeir séu í æðiskasti.
Þessir hundar hlaupa í burtu þegar þeir sjá ókunnuga
koma og fela sig útí horni. Ef sá ókunnugi bakkar eitt
skref þá fylgir hundurinn á eftir árásargjarn, geltandi
og sýnir tennurnar áberandi. Ef sá ókunnugi hættir að
bakka og stoppar, þá hleypur hundurinn undir eins útí
horn og þagnar. Geltið er hátt og hvellt. Það eina
sem hundurinn vill er að fá að vera í friði.
Ef þú labbar framhjá honum og lætur sem þú sjáir hann
ekki þá lætur hann ekki heyra í sér.
En ef þú labbar að honum og bakkar svo hægt í burtu
þá snýr hann vörn í sókn og kemur á eftir þér, en
aldrei hraðar, en þú labbar í burtu. Hann tæki ekki
sjens á því.
Er hann liggur í horninu þá er skottið yfirleitt á
milli lappanna á honum. Um leið og þú bakkar þá
kveiknar árásareðlið í honum, og hann geltir háu
skerandi, hásu gelti. Skottið er enn milli lappanna
á honum, eða mjög nálægt honum.
Sumir þessarra hunda myndu þó ekki gelta.
Þeir væru kyrrir í horninu meðan þú bakkar.
Þeir sýna bara árásargirni ef þú nálgast þá hratt og
örugglega (ógnun fyrir þeim) og bakkar svo snögglega
í burtu. Þeir eru mjög hræddir og míga stundum þar
sem þeir liggja ef þú nálgast mjög snögglega eða ógnandi.
Sem heimilishundar, gelta þeir á alla ókunnuga sem koma.
Þeir reyna að spila sig kalda við þá hræddu og fávísu.


Tegund 4
Þessum er líkt við refi. Þeir halda kyrru fyrir í
horninu sínu og gelta háu skerandi gelti á alla sem
koma nálægt þeim. Hann kemur aldrei á móti. Hann vil
ekki vera nálægt fólki. Ef fólk nálgast og bakkar
svo skyndilega, er hann samt kyrr.

***************************
Ég gerði mitt besta í að þýða þetta, en þetta er úr bók
sem ég er að lesa sem heitir Dog Training.