Komið þið öll sæl. Ég vil byrja á því að taka fram að ég á ekki hund og hef svo sem engann sérstakann áhuga á hundum og því síður neitt á móti þeim. En þannig er málum háttað ég bý í einbýlishúsi í Kópavogi við hliðina á konu sem að hund af Doberman kyni, það er tík sem að stundum er út í garði og er mjög agresív og æst(hundurinn).Þessi tík geltir látlaust ef að einhver fer framhjá, og ef að ég fer út í garð þá er eins og hún ætli að tapa sér og geltir og geltir. Þetta er búið að ganga svona í rúm fjögur ár og ég skil ekkert í þessu.
Konan sem á þessa tík gerir ekkert til að banna henni þetta og ég held að henni finnist þetta vera í lagi, því að þetta sé bara svona eitthvað í kyninu. Nú, mér líður þannig eins og ég sé þjófur eða aðskotahlutur út í mínum eigin garði þegar þessi ófreksja byrjar að gelta og froðufella að manni. Það er ekki hægt að vera í garðinum þegar þetta byrjar. Engu skiptir þó árin líði það er eins og tíkin þekki mig ekkert þó að hún sjái mig nsætum daglega árum saman.
Ég hef lítilega rætt við konuna um þetta en hún virðist vera sátt við þetta ástand og eins og ég segi, þá gerir hún ekkert til að reyna að laga þetta. Bannar tíkinni ekki neitt. Hún fer frá og læsir hundinn inn allan daginn þegar að hún er að vinna. Þessi manneskja segist vera virk í hundaræktarfélaginu og vera með hunda á hlýðnisnámskeiðum en svo býður hún nágrönum sínum upp á þetta árið út og inn. Ég vil segja eins og í byrjun að ég hef alls ekkert á móti hundum almennt en hvað finnst ykkur hundaeigendum um svona lagað? Er þetta eitthvað sem að ykkur finnst vera hægt að bjóða nágrönum ykkur upp á? Og ef að þessi hundur kæmist út úr girðingunni, gæti hann verið hættulegur? Það væri gaman að fá álit ykkar á því.
Kv September.