Hundur handa mér!


Góðan dag! Nú er staðan þannig að ég átti kött. Hann var besti vinur minn og ég elskaði (elska hann en) hann innilega heitt. En svo lenti hann í bílslysi og dó.
Nú er svo tómt í húsinu mínu og óþægilegt að hafa ekki dýr (Ég er samt alveg að deyja úr sorg yfir kettinum mínum). Hljóðin sem fylltu húsið og öll hýjan kom frá kettinum mínum. En þar sem hann er farinn er ég ein. Ég er einmana og ein og mjög viðkvæm í skólanum. Mér er oft strítt og ekki mjög vinsæl. Köttuinn minn var sá eini sem ég gat talað við. Sá eini sem kjaftaði ekki í aðra og skyldi mig aldrei eftir ein.
En fyrst að hann er dáinn er ég alein. Ég þarf einhvern til þess að stiðja við mig og gefa mér vinskap. Þess vegna vil ég fá hund. Því ég vil ekki annann kött. Það væri allt og mikil sorg.
Hundur er góður og traustur vinur (reyndar eins og kötturinn minn var, hann var bara mjög líkur hundi) sem ég vil eiga. Mamma og pabbi sögðust ætla að skoða þetta og ég held örugglega að þau leyfi mér að fá hund. Mamma var að spá í að leyfa mér að fá hann svona í febrúar eða mars (á afmæli í mars þannig að það passar vel). En vegna þess að ég er svo sorgmædd þá má ég kannski fá hann fyrr. En þar sem einvher holpasýking er að ganga gæti þetta lengst.
Það væri alveg frábært ef einhvert ykkar vildi kannski gefa mér góð ráð. Hjálpa mér aðeins og vera viðbúin því að ég geti sent bréf til þeirra til að leita ráða. Mamma sagði að það er gott að vera vel undirbúin þegar maður ætlar að fá sér hund. Það ætla ég sko sannarlega að vera. Ég sagðist ætla að leita mér upplýsinga á huga og nú vil ég segja hvernig hund ég vil helst fá. Ekki sérstaka tegund því sérstakar tegundir eru svo dýrar. Helst einhvern blending sem kostar ekki mikið.
Hér koma allskonar “staðreyndir”:

Ef þið eigið eða getið sagt mér um einhverja sem eiga tíkur sem eru hvolpafullar og ganga með þangað tl svona um endan á janúar inn í febrúar. Gætuð þið kannski látið mig vita. Kannski get ég þá komið til ykkar og kynnst tíkinni og hvolpunum þegar að þeir fæðast. Ég vil helst fá hund.
Helst vil ég fá einhvern hund sem verður um það bil 53 til 56 eða eitthvað cm á hæð frá baki séð. Border collie stærð er fín. En ég væri til í að fá Border collie blandað við íslenskum. Eða keeshond blandað við Border Collie eða Keeshond blandað við íslenskan. En það þarf ekki endilega að vera þannig. Ég held að keeshond sé mjög sjaldgæf tegund á Íslandi. Ég held að ég megi helst ekki fá hund sem fer mikið úr hárum svo svona ekki alveg pottþétt snögghærður hundur er fínn.
Við viljum fá hann sem hvolp.
En það er svolítið langt þangað til ég má fá hund svo þið skulið ekki halda að ég geti fengið hann núna. En ég get skoðað. Held ég. En ég vona að þið viljið reyna að hjálpa mér. Það myndi svoleiðis bjarga mér. Því ég græt alltaf því ég er ein eftir að kötturinn minn fór. Vona að þið hjálpið mér. Að minnsta kosti ef þið vitið um eitthvað um þennann tíma sem ég sagði áðan.

Með fyrirfram þökk
AvrilL