Hversu erfitt er að fylgjast með elsku litla dýrinu sínu, dofna, deyja, horfa á það og finnast það gerast of hægt, en þó of fljótt…

Litla Trítla mín yrði 9 ára í jan/feb. Hún er 75% íslendingur og 15% skoti, grá á litinn og var ætíð með líf í augunum, lítil og algert krútt, manngóð og hefur aldrei bitið, glefsað eða ógnað nokkurri manneskju. Nokkuð mikið gelt við bank, öskur og dingl í dyrabjöllu, verndar eigendur sína fullmikið og ef e-r hundur kom of nálagt var hún ekki lengi á staðinn og urraði smá á viðkomandi hund.

Nú í sumar fluttum við á selfoss, bjuggum áður í sveit, þar sem hún fékk að skottast frjáls um, fékk hún smá þunglindi í kjölfar fluttningana sem þó leið furðu fljótt hjá.

Þegar við systkynin komum heim úr skólanum, var alltaf tekið okkur mjög fagnandi… Persónuleikinn í þessum hundi er rosalegur, hún bókstaflega brosir, og bókstaflega gerði það þegar við komum heim úr skólanum og vældi úr hamingju, hversu vænt þykir manni um það… og hversu ótrúlegt er það að það sé eitt af því sem maður saknar mest, jafnvel það sem maður þoldi ekki, gelltið sem kom alltaf þegar dinglað var dyrabjöllunni, eða bankað á hurðina, fylgir rosaleg væntumþykja….

Litla Trítla mín er svo mikið sem dáin.

Það er svo erfitt að skrifa þessi orð, vitandi það að hún sé samt ekki dáin, vitandi það að hún eigi eina nótt eftir, lifandi.

Hún fékk lyfrabólgu, núna á föstudaginn, við höfum gefið henni hakkaðan mat að leiðbeiningum dýralæknisins, og hefur hún verið á sterum til að það komi meira blóð í líkama dýrsins.

Sterarnir hafa ekki virkað, blóðið bara minnkar, hún er með háan hita, og er hætt að geta stigið í lappirnar. Að þurfa að bera nánast líflausa líkama hennar um allt hús, er samasem merki um það að hún sé dáin.

Lífið sem áður var í augum hennar, er farið, og ég mun að öllum líkindum ekki sjá það aftur, lífið sem staðfesti það að hún væri lifandi.

Það er samt gott að fá að kveðja hana, en vera með hana kúrandi uppí rúmi, vitandi það að á morgun verður hún ekki þarna, aldrei aftur, er mér ofviða.

Og þegar ég græt uppí rúmi, því litla trítla mín er að deyja, kemur hún og sleikir á mér hendina, reynir að hugga mig þó svo að það sé nánast ekkert lífsmark á henni, hefur hún samt viljan til að hugga mann.

ég hef ekki enn sagt það upphátt, og hafði ekki skrifað það fyrr en í þessarri grein, að hún væri að deyja, afneitunin er svo rosaleg…
Og maður getur lítið annað gert en hugsað, afhverju lætur hún sig ekki battna?
til hvers að lóga henni hún er enþá á lífi!?
og ég segi þetta reið, og ég skammast mín fyrir að hugsa þetta, þegar maður veit að hún kvelst, þá hugsar maður um sjálfa sig.

Það er ótrúlegt hversu mikla ást maður leggur á þessi litlu/stóru dýr, hversu mikla umhyggju maður ber til þeirra, og hversu oft manni fanst þau bara vera sjálfsagður hlutur í tilveruni, að svona traustir vinir og félagar séu bara alltaf til staðar, eftir uþb 9 ár get ég lítið annað gert en þakkað henni samveruna, leift henni að hugga mig, og þakkað fyrir það að hún átti gott líf,faðmað hana og vonað að litli, krúttlegi, smái hundurinn minn sem engum gat sem hana hittu ekki verið sama um hana fari á betri stað og ljúki þessu lífi með það í sínum trausta kolli að hún hafi átt yndislegt líf, sem þó er ekki búið enþá, þó svo að augu hennar segi annað.

4 daga stríði við dauðann er brátt búið, og hver sigrar dauðann?, ég hefði trúað litlu Trítlu minni til þess, en e-ntíman tapar maður og Trítla mín gerði það í sinni annarri orustu við dauðann, en sú fyrsta var við fæðingu.

Trítla var systir mín og jafnframt vinkona mín huggaði mig og var alltaf til staðar.

Hundurinn er jú besti vinur mansins.
__________________________________