AFMÆLISHÁTÍÐ HUNDARÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS

Í tilefni af 35 ára afmæli Hundaræktarfélags Íslands verður kynning á starfsemi félagsins í reiðhöll Sörla í Hafnarfirði laugardaginn 4.september.

DAGSKRÁ

Kl.10:00 Hátíðin sett

Kl.10:30 Keppni ungra sýnenda, yngri flokkur 10- 13 ára
Dómari Rudi Stiphout frá Hollandi

Kl.12:30 Kynning á hundum í tegundahópum 5,6,7,8 og 9.
Hundaskólinn verður með gamnikeppni í hlýðni fyrir alla hunda kl.11 og 14:00
Sýning í sporaleit kl. 12:30 og 15:00.
Veiðihundadeild sýnir fuglahunda í vinnu.

Kl.15:00 Keppni ungra sýnenda, eldri flokkur 14-17 ára
Dómari Rudi Stiphout frá Hollandi.

Kl.16:00 Kynning á hundum í tegundahópum 1,2,3 og 10
Veiðihundadeild fer í 2 göngutúra á veiðislóð kl.10:30 og 14:00

Kl.17:00 Hátíðinni slitið.

Unglingadeild Sörla sér um veitingasölu.

Endilega kíkið með fjölskylduna á þessa hátíð, þarna er hægt að sjá fullt af sjaldgæfum hundum og auðvitað þessum algengu líka. Kynna sér tegundir og komast í návígi við hunda sem maður sér ekki á hverjum degi. Frítt inn og því er þetta tilvalin bíltúr fyrir áhugasama.

Sjáumst.
Kv. Esthe
Kv. EstHer