Ég var úti að labba með hundinn áðan og mætti þá konu sem var að viðra hundinn sinn, allt í lagi með það auðvitað. En það sem stakk mig svo hrikalega var það að sjá að hundurinn togaði og togaði í ólina. Þetta var stór labrador og þeir eru nú býsna sterkir, hundurinn var með hengingaról og hreinlega stóð á öndinni, en auðvitað hætti hann ekki að toga :)

Mér hefur verið sagt af dýralækni að hengingar ólar geti skaðað hunda, meitt þá hrikalega í hálsinum, en aftur á móti eru margir ráðþrota gagnvart toginu í hundunum sínum.
Það er til ósköp góð lausn á þessu vandamáli, það er að segja toginu. Í langflestum gæludýraverslunum eru til múlar, sem heita Halti. Þeir meiða hundinn ekki, en aftur á móti hætta þeir að tosa og láta illa í gönguferðum. Þeir geta gelt með þetta á sér og gert allt sem þeir vilja, nema að toga.
Það stendur í bæklingnum sem fylgir með þessu að öllum dýrum er stýrt eða teymd áfram á höfðinu, nema hundum. Sem er alveg satt, og því mjög rökrétt að gera það sama með hunda. Ég sé td engann í anda að reyna að teyma hest áfram með hálsól ..

Þannig að ég mæli sterklega með þessu við alla sem eiga við svona vandamál að stríða hjá hundunum sínum. Þetta svínvirkaði hjá mér, hún togaði ekkert með þessu og ég gat látið 5 ára frænku mína halda í hundinn þegar að við fórum saman út að labba með hana (það var stór labrador)
Gerum gönguferðirnar ánægjulegar, bæði fyrir okkur og hundana, og munið að þrífa upp stykkin! :þ
———————————————–