Ég vorkenni svo þeim hundum sem þurfa að vera einir heima á daginn. Þetta eru svo miklar félagsverur og bestu vinir okkar. Þegar pabbi minn segir við hundinn að nú sé ég að fara í skólann, þá urrar hún og passar uppá að ég fari ekki. Svo þegar ég er komin í skóna er hún tilbúin að ráðast á skóna fyrir að taka mig í burtu.
Þegar ég kem heim, tekur hún svo æðislega vel á móti mér og er tilbúin með dótið og vill láta leika við sig. Það heyrist langt og mikið þjáningarvæl og stendur lengi yfir. Svo þegar maður hefur engan tíma og þarf aðeins að fara eitthvað annað (tek hana samt oft með í bílinn) þá kemur mikill eymdarsvipur sem er svo einlægur að maður bara stenst ekki þennan sæta svip sem segir:“Ætlarðu að yfirgefa mig AFTUR?”
Ég hef mikið samviskubit þegar ég skil hundinn eftir og bið hana að passa húsið fyrir okkur. ÉG VERÐ AÐ GEFA HENNI EITTHVAÐ FALLEGT OG DEKRA VIÐ GREYIÐ. Gefa henni hundanammi og nýtt dót en það sem skiptir öllu máli er athygli frá öðrum og félagsskapur. Greyin þurfa svo mikla athygli!!!!!