Elsku litliPjakkurinn okkar er farin frá okkur þegar keyrt var yfir hann fyrir framan húsið okkar á föstudaginn. Þessi litla elska sá annan hund hinumegin við götuna og varð hann svo spenntur að hann tróð sér á milli fjalanna á hliðinu og hljóp beint út á götuna sem varð honum að bana. Verst af öllu að yngri dóttir mín horfði uppá þetta gerast og sá hann lyggja á götunni hreyfingar lausan og hágrét og bílstjórinn keyrir í burtu án þess að stoppa. það var fullt af vitnum á staðnum, en allir fengu sjokk við að horfa á þetta gerast. það eina sem fólk sá að bíllinn var lítil sendibifreið dökkblá að lit. Ef einhver veit eitthvað um bílstjórann eða að bílstjórinn fari til lögreglunar í Hafnarfirði þætti okkur vænt um það. Þetta er ekki bara sorklegt að missa litla hundinn okkar heldur fjárhagslegt tjón fyrir okkur líka þvi hundurinn er 150 þúsund króna virði.
En hún 'Isabella litla tíkin okkar sem var til vonandi kærastan hans fær okkur til að brosa í gegnum tárin.
kv.
fjölsk. á Reykjavíkurvegi.