Ég bý í sveit sem er tiltölulega nálægt þéttbýli og það gerist því oft að hundaeigendur koma upp veginn, heim til mín í keyrandi göngutúr. Eigendunir keyra sem sagt í bílnum sínum á meðan hundurinn hleypur á eftir honum, sem þau m.a. ráða ekkert við stundum. Þetta er óþolandi og bara sorglegt finnst mér… af hverju að fá sér hund ef þú nennir ekki að sinna honum.. ég meina það er ekki eins og fólk geri þetta bara á rigningardögum. Nei, það gerir þetta hvernig sem viðrar. Ég meina, þú verður að hafa stjórn á hundinum. Það kom einu sinni fyrir að hundurinn, hjá einni konunnu(n.b. það eru nánast bara konur sem gera þetta!) hljóp geltandi út á tún og fældi hestana okkar.. sem betur fer var bara hundurinn skíthræddur við þá, því konan réð ekkert við hundinn sinn. Svo var líka einu sinni maður(surprise-surprise) sem fór í gegnum hlaðið hjá okkur og hundurinn hans fór beint í kýrnar sem voru út á túni. Og þegar kýr taka á rás, þá er erfitt að stoppa þær og þær hefðu sko bara hlaupið yfir hvaða girðingu sem væri ef hún yrði í vegi fyrir þeim. Sem betur fór var þetta stór og víðáttumikið tún. En það hefði getað farið verr..

Ég bara skil ekki þessa leti að nenna ekki að labba með hundinn sinn.. Ef þú nennir ekki að sinna hundinum þá sleppiru því að fá þér einn! eða er það ekki?? er ég að horfa fram hjá einhverju hérna?? finnst ykkur eðlilegt að fara í “keyrandi göngutúr”?? er ég sú eina sem finnst þetta vera fjarstæða?? sjálf fer ég með hundinn minn í göngutúr, helst á hverjum degi…
“að elska örlög sín, nauðugur, viljugur”