Það er búið að vera tala mikið um rétti hunda hvort átti að svæfa þá eða ekki, hvar þeir mega vera lausir og því um líkt.
Mig langar bara að segja hérna frá því hvað ég er búin að lenda í með hundinn minn og sína hvað svona lög og hvað sumt fólk getur gert fáránlega hluti.

Þannig skeði þetta, að ég á hund sem er af tegundinni Siberian Husky. Hann er rosalega góður og gerir ekki neinum mein.
Alla vega, ég var á æfingu með hinn hundinn minn sem er blendingur, í reiðhöllinni í Andvara (æfing, þá meina ég hundafimi). Ég er með báða hundana mína með mér en geymdi
Husky-inn inn í bíl á meðan ég var með hinn.
Hann lét rosalega ill inn í bílnum þannig að ég ákvað að keyra bílinn út rétt á meðan æfingin var (bílinn var inn í reiðhöllinni því tækin voru í bílnum sem við vorum að nota).
Það líður svona 15 mín þá kemur kona inn í höllina teymandi hest og spyr hver ætti bílinn fyrir utan því hundurinn í bílnum hafði sloppið úr honum. Ég rík út til þess að finna hundinn, og fólkið sem ég var með kom líka út.
Hundinn sá ég pissandi út í bíl sem stóð við reiðhöllina, ég gekk að honum og tók hann. Þegar ég stend upp voru 3 aðrir hundar lausir og einn maður öskrandi yfir því að ég ætti ekki að vera með hann lausan.
Ég baðst afsökunnar á þessu og lét hundinn inn í bíl og þar sat ég með honum í klukku tíma eftir því að æfingin kláraðist.

Tvem vikum síðar fær fjölskyldan mín kæru. Þá átti hundurinn minn að hafa fælt hest undan kona, hún átti að hafa dottið af baki og handlegsbrotnað. Og þarna var hún að heimta skaðabætur. Þetta fór til VÍS.
VÍS vildi ekki borga henni nema hún kæmi með vitni af þessu sem skeði og þeim sem hafði handsamað hundinn.
Hún og maðurinn hennar gengu um í Andvara eftir vitnum, og þetta veit ég því hún spurði frænda minn hvort hann hafði verið vitni af þessu. Hún gat ekki fundið neinn og auðvitað ekki þann sem handsamaði hundinn því það var ég sjálf.

Tíminn leið og um miðjan apríl fengum við aðra kæru. Þá átti móðir mín að hafa verið með þennan sama hund lausan í Andvara. Þessi kona var þá í reiðtúr með hóp af fólki, þau höfðu stoppað og beðið konuna (sem hún segir að sé móðir mín) um að taka hundin en hún hefði bara svarað með skætingi.
Þetta átti að hafa gerst 4. apríl, en það fyndna við þetta er, að þá var ég og mín fjölskylda í fermingarveislu og hundarnir í pössun. Mamma sagðist geta komið með 100 vitni um það að við vorum í veislunni en samt kom konan með vitna lista yfir fólkinu sem hún var með henni í reiðtúr að þetta hafi verið mamma.
Þá vildi hún að hundaleyfið hjá okkur yrði afturkallað.
Hundaeftirlitsmaðurinn í Garðabæ fór á staðin og talaði við konu sem á Grænlenskan sleða hund og hún mundi eftir þessu atviki.

Af því að ekkert var gert sendi þessi sama kona þriðja bréfið til lögreglunnar og ýtrekaði fyrstu kærunna. Ég og kærastinn minn urðum að fara í yfirheyrslu um þetta mál. Samt stendur í fyrstu kærunni frá konunni að þetta slys átti að hafa gerst á milli kl 16:00-16:30, en við fáum ekki einu sinni reiðhöllina afhenda fyrr en klukkan 17:00 og hundurinn slapp út klukka 17:30.
Ég viðurkenndi að hundurinn minn slapp úr bílnum (sem er hulin ráðgáta því bíllinn var lokaður), en ég sá enga manneskju liggjandi í jörðinni eða merki um það að einhver hafði dottið af baki.
Sjálf er ég í hestum og hef dottið af baki. OG ég hef líka farið með Husky-inn í hesthúsið og þar er hann skíthræddur við hesta.

Rannsóknarlögreglan var mjög dónaleg við mig í yfirheyrslunni, og hann sagði alltaf við mig að þarna væri lausaganga hunda bönnuð og ég væri í órétti. En hvernig er samt hægt að kæra einn hund en ekki hina sem voru lausir????

Ég vil líka taka það fram að þessi kona hefur aldrei séð mig eða móður mína, eða þá að ég hef séð hana. Samt segir hún í öllum þessum bréfum og kærum að hún hafði séð okkur með hundinn og að hún hafi talað við okkur.
Þetta lenti alla leið til borgarstjóra Garðabæjar, það eins sem við viljum frá konunni er afsökunar beiðni, sem yrði þá sent þeim aðilum sem hún er búin að senda bréfin sín, en það vill hún ekki.

Þetta mál er ennþá í rannsókn og ég veit ekki hvað verður gert.

Alla vega, þetta er orðið rosalega langt og vonandi nenntuð þið að lesa þetta, en þetta sýnir bara hversu mikið er til af skrýtnu fólki í kringum okkur og það gerir ótrúlegustu hlutina.
Þannig að ég vil bara biðja hundaeigendur að hafa hundana sína í bandi og gæta þeirra hvert sem þeir fara.