R.I.P. Simbi Hæ, mig langar að gera smá grein um hundinn minn sem dó í gær :´(

Hann hét Simbi og var Pomeranian hundur, hann fæddist 23 mars 2001 sem gerir hann þá rúmlega 3 ára. og ég er búin að eiga hann frá því hann var 2 mánaða.
Simbi dó í gærkvöldi, hann var voða rólegur þegar ég kom heim en ég var ekkert að kippa mér upp við það því hann var búin að vera leika sér við lítinn hvolp allan daginn svo mér fannst ekki skrítið að hann væri þreyttur. svo vorum við inní herbergi með 2 vinum mínum og ég setti Simba inní búr því hann virtist svo þreyttur og Skráma (hvolpurinn) var hoppandi í kringum hann.. en ég hafði búrið bara opið og eftir sona 10 mín þá byrjaði hann að anda skringilega og ég hélt fyrst að hann væri að dreyma því það kemur fyrir að hann geri allskonar hljóð í svefni, og ég ákvað að kíkja á hann og tók hann útúr búrinu og þá andaði hann enþá verr og ég fór að opna munninn á honum og gá hvort það væri e-ð í kokinu á honum, en ég sá ekkert sem stíflaði eða neitt og ég öskraði á vinkonu mína að hringja á læknir og hún gerði það og við hlupum útí glugga með hann til að fá ferskt loft og á meðan vinkona mín var að tala við læknir þá vorum við að reyna halda í honum lífi, en það virkaði ekki neitt. ég sá bara þegar tungan varð blá og hann hætti að hreifa sig, og hann hætti að svara og allt bara.. þetta er martröð að horfa uppá hundinn sinn deyja.. en ég er þó fegin að ég var hjá honum á meðan hann dó.

Hann lifði góðu lífi og var mesta dekurbarnið allstaðar, það þótti öllum mjög vænt um hann sem þekktu hann enda var hann svo góður, gerði ekki flugu mein og tók öllum vel.

Við eigum fullt af minningum saman, en vorum ekki búin að búa saman í alveg 2-3 mánuði en loksins fann ég húsnæði þar sem ég mátti vera með hann og fluttum inn seinustu helgi, náðum semsagt að búa saman seinustu dagana og eyddum þeim dögum vel saman með mennskum vinum og hundavinum.

Ég vona að hann hafi það gott núna. tík vinkonu minnar dó fyrir rúmlega 2 mánuðum (Títa, það var grein hérna um hana) og ég vona að þau séu saman að leika sér núna, þau voru svo góðir vinir..

R.I.P. Simbi minn :* :* :*
"