Hér kemur smá um hana Kamilu mína…eða Kamillu hund frænda míns en ég á hana reyndar eiginlega með honum…en hún er yfirleitt heima hjá frænda mínum sem býr við hliðiná mér :)
Kamilla er fjögurra ára mær í Reykjavik…hún er af kyninu írskur setter og er mjög falleg…hún er undan Eðal-Dís og Unfailed friend…man samt ekki alveg hvað pabbinn heitir (þessi unfailed friend)…frændi minn sem a´tti hana áður en að við fengum hana er með hundaræktun fyrir utan mosfellsbæ og er þar með hundahótel líka…en Kamilla eða Milla eins og við köllum hana hefur verið sýnd nokkrum sinnum…hún hefur allavega unnið 2 og 3 verðlaun…svo held ég að hún hafi einhverntíman verið besti hvolpur sýningar :P hún skilur mjög mikið…hún kann að heilsa, setjast, leggjast, finna kex sem er falið einhversstaðar úti í garðinum og margt annað…þegar við fengum hana, þegar hún var þriggja ára, kunni hún ekki neitt…ekki einu sinni að ganga í taumi :S en nú er hún voða dugleg stelpa…pabbi og frændi minn hafa þjálfað hana til þess að finna mink…hún er voða dugleg að finna svona dýr og kex og sonna :P er alveg ótrúlegt að sjá hana þefa uppi minka…hún eltir alveg slóðina…hundar eru alveg ótrúlegir…svo líka ef maður segir við hana (þegar hún kemur heim til okkar): farðu heim til pabba…þá fer hún út og inn til frænda míns :P alveg ótrúlegt…
hef þetta nóg í bili :P
Ekki koma með nein skítköst!!!
Aqulera