Hérna ætla ég að segja frá hundunum Garpi og Pilu, en þau eru bæðið Border collie. En Garpur er eldri hundurinn og fengu foreldrar mínir hann og vildi systir mín láta kalla hann Skarp en hún móðir mín var nú ekki allveg á því og nágði að breyta þessu í Garp. Garpur var voða hræddur við kindur fyrst hann hopaði alltaf þegar kindunar snéru sér að honum, en hann hefur lært þetta núna. En það kannski skrínasta er að hann hafði voða gaman að horfa á sjónvarpið hjá okkur, en hann fær ekki fara inn. Heldur stendur hann með lappinar upp í stofugluggsyllunni og horfir á þegar við erum að horfa. En þegar er vetur situr hann á snjónum og horfir á. En núna er hann næstum 5 ára í mannatali og er orðin voða góður smalahundur tildæmis þegar mamma segir við hann sæktu kindunar þá kemur hann með þær upp að fjárhúsum og svo bíður hann úti og passar að þær fari ekki burtu á meðan mamma er að telja í krærnar inni. En nú ætla ég að segja svolítið frá Pílu, en hún kom til okkar þegar Garpur var 2 ára þótti við hafa það margar kindur að við þyrftum annan hund. En hún hefur alltaf verið grimmari í kindunum, en samt voða hrædd ef einhver öskar á hana þegar húnn gerir vitlaust. En eftir að hún hætti með hvolpastælana þá vinna þessir tveir hundar vel saman og geta þeir lika verið að smala í sitthvorru lagi. En Píla þarf samt að vera bundin alla daga því hún vill alltaf hlaupa í hestana og hún má það ekki. En hún fær vera laus ef einhver er úti því þá gerir hún það ekki, eða þegar við förum í reiðtúr þá má hún koma með. En ekki núna um jólin heldur síðustu þá áttu Garpur og Píla hvolpa en þeir komu um 22 des. Var Píla voða hrædd við þá fyrst hún vissi bara ekki hvað hún ætti gera en svo jafnaði hún sig og var svaka góð mamma. En við skírðum hvolpana en þeir hétu Gríma, Mikki, Skuggi og Táta voru þrjú þessara nafna af hundum sem foreldrar mínir áttu áður. En líka fengu 2 þessara hvolpa að halda nöfnunum sem við gáfum þeim. En það voru Skuggi og Táta. En nokkrum mánuðum eftir að Táta fór á sitt heimilli þá þurfti að aflífa henni því hún hefði tekið stein uppí sig og var hann í maganum og gat hún ekki borðað. En dýralæknir gátu ekki bjargað henni hvað sem þeir reyndu. En hinir hvolpanir lifa og eru þeir allir í sveit og eru allir mjög góðir fjárhundar. En Píla og Garpur eru mjög góð kærustupar eftir að þau eignust hvolpana, ef einhver hundur sýnir Pílu áhuga þá verður Garpur brjálaður og ef einhver tík sýnir Garpi áhuga þá verður Píla brjáluð. En Píla er á getnaðarvörnum en hún er sprautuð á 5 mánaðafresti svo hún eignist ekki hvolpa strax aftur. En hér lik ég með sögunni um Garp og Pílu.
kv IcePrincess