Var að lesa frétt í DV þar sem sagt var frá skýrslu dýralækna sem heimsóttu Dalsmynni á vegum Umhverfisstofnunnar. Einnig var vitnað í skýrslu Gunnars Arnar sem fór aðeins nokkrum dögum áður. Í fréttinni kom skýrt fram að dýralæknar Umhverisst. sáu eitthvað allt annað en Gunnar Örn hérðasdýralæknir og það skýrir ýmislegt. Það stakk mig sérstaklega að það var meira eða minna allt í lagi með alla hluti þegar Gunnar fór en ófögur skýrsla dæýralækna Umhverfisst. Þær sáu fleiri fleiri hunda óhreina, vatnsdallar með slíi í, hundarnir meira eða minna með allt of langar klær, og fleiri og fleiri athugasemdir.
Mér fannst gott að lesa þetta í DV því lögfræðingur búsins neitaði ásökunum sem komu í Fréttabalaðinu fyrir svona mánuði þar sem einhver hafði farið uppeftir og lýsti þeirri ferð ekki par vel. Gunnar var því sendur og mér skilst að skýrsla hans hafi verið eitt allsherjar hallelúja. Allt gott á Dalsmynni eins eins og mér skilst að hann segi alltaf.
Mig langar líka að nefna hvað umræða hér á Huga er eitthvað orðin slöpp að undanförnu. Fólk er alveg hætt að skrifa. Hefur enginn orðið skoðun á einu né neinu eða er fjör á öðrum spjallrásum.
P
Pank