bara svona til að koma með öðruvísi umfjöllun hingað…
Ég bý á Ítalíu núna og er hunda fan. Ég á hund heima á íslandi sem er hjá foreldrum mínum í sveitinni..
Allavega ég ætlaði aðeins að tala um það hvernig hundamenning er hérna hjá mér.
Á ítalíu held ég að nær allir eiga hunda..hvort sem að borgin er stór eða lítil eða hundurinn stór eða lítill. Hér eru hundarnir alltaf með eigendum sínum, hvort sem þeir eru í vinnunni eða að versla. Það er mjög algeng sjón að sjá hunda sem afgriðslufólkið í verslunum á og þeir liggja bara í hurðinni eins og þeir eiga pleisið…sem þeir og gera.
ÉG lenti tildæmis einusinni í því að ég var á einhverju búðarápi og fór inni frekar litla búð(eins og flestar eru hér)og þar inni voru stelpur með 2 hunda, einn frekar fjörugan hvolp sem gerði ekkert nema spóla á marmaranum og svo einn risa risa stóran, líklega einhver blanda af st.bernards og bernease mountain dog (sem eru vinsælir i sveitunum í kring) og þessi hundur tók eginlega mest allt plássið í búðinni…þetta var svona tísku chic búð og þetta var ekkert mál hvorki fyrir afgreiðslufólkið né öðrum..og þessi risa hundur var lika með virka slef kirta og allt í slabbi….En ekkert var sjálfsagðara að hann væri þarna.
Ég hef svo hudrað sinnum lent í því að sjá fólk með hundana sína inná kaffihúsum og þeir liggja bara undir borðunum og bíða sallarólegir.

með þessu vildi ég gefa smá innsýn inní hundalíf erlendis..hér er hundurinn eins og framlenging af fólkinu. Sumir eru í fatnaði sem passar við kápu eigandans osfrv. þeir fara allstaðar inn og út eini staðurinn sem ég veit að þeir eru ekki velkomnir eru stórir súpermarkaðir..en þá bíða þeir bara bundnir fyrir utan eftir að eigandin komi aftur. hér eru líka sérstaki dýra súpermarkaðir þar sem hægt er að kaupa allar tegundir af mat og þessháttar í endalausum rekkum..

kveðja Indíana