Ég skrifaði grein í gær sem heitir “Norskir friðagæsluliðar skjóta hunda”. Greinin mín hefur vakið um miklar umræður og ég hef lesið öll svörin sem hafa komið. En mér finnst samt afskaplega leiðinlegt þegar fólk þarf að koma með comment eins og :

“hey.. common… það er ekki eins og að þetta hafi verið manneskjur sem voru teknar af lífi heldur hundar… þetta er gert um allan heim að drepa eins og í írak og svo framvegis og þú skrifar grein um hunda sem eru teknir af lífi?? ég meina common… nokkrir hundar dauðir skiptir mig allavega ekki eins miklu og að manneskjur séu teknar af lífi… hundar eru bara hundar.. eiga að þjóna okkur og deyja :) hehe (not to be taken seriously)”

Auðvitað er þetta tekið seriously! Líf er líf, skiptir engu máli hvort það hundur eða maður. Ég trúir því ekki að einhver geti verið svona ofboðslega tilfinningalaus. Það er varla möguleiki nema hjartað í svoleiðis fólki sé gert úr steini.

En aðalástæðan að ég er að skrifa aðra grein sem tengist hinni er sú að ég held að það fólk sem hefur komið með comment að þeir hati hunda og það eigi að drepa hunda og annað álíka geri sér augljóslega ekki grein fyrir að hundar eru ekki með eins þroskaðan heila og við. Hundar spá ekki út í gjörðir sínar þótt svo að þeir setjið skottið á milli lappanna og séu skammaðir. Hundur getur jú alveg verið besti vinur mannsins. En það er ekki hægt að ætlast af þeim að þeir gleymi eðli sínu. Eins og ég svaraði einhverjum í hinni greininni að t.d. ef við tökum kisur sem dæmi…Afhverju haldið þið að kisur veiði fugla?! Af því að það er eðli þeirra. Hundar eru t.d. fljótir að ráðast á einhvern eða eitthvað ef þeim finnst þeim ögrað. Enda ætti enginn að leika sér að því að vera ögra þá af ástæðulausu. Mér finnst alltaf jafn leiðinlegt þegar hundar bíta. En þegar börn sem eru náttúrlega óvitar toga kannski í eyrun á þeim að þá myndi mér þykja það eðlilegt að hundurinn bíti sjálfkrafa frá sér. Hann er að vernda sig því honum finnst sér ógnað! Og þú getur skammað hundinn fyrir gjörðir hans en þetta er í hans eðli. Og það er ekki hægt að segja að allir hundar ráðist á fólk, það eru líka hundar sem eru vel siðaðir.
Og þetta að hundar séu óæðri en við mennirnir að þá verður að segja það að svona heimilshundar eða flestir hundar sem eru svo heppnir að eiga heimili, þeir binda sitt litla líf okkur. Þeir eru háðir því að við sjáum um þá, gefi þeim að borða og fara með þá út að labba. Ef við fólkið eigum að vera æðri en allar aðrar dýrategundir í heiminum að þá finnst mér líka lágmark að fólk taki tillit til annarra lífa. Það er óþroskað þegar fólk hugsar að þeirra líf eitt skipti máli og ekki annarra eins og dýralíf.

Og þegar bændur skilja hundana sína eftir á sveitabænum for good (sem er b.t.w.svo grimmilegt), er þá einhver furða að hann skuli ráðast á búfénað í fjallinu? Annað hvort deyr hann úr hungri eða reynir að sjá fyrir sjálfum sér mat þar sem enginn maður geri það lengur fyrir hann. Auðvitað er það líka brutal en þetta er þeirra eðli. Ef við værum stödd ein út á landi, villt og án matar. Væri þetta ekki síðasta úrræði okkar ef ekkert annað væri fyrir hendi? Hvað mynduð þið gera til að lifa af?

Mér finnst alltaf jafn ömurlegt að fólk þurfi að vera ónærgætið og leiðinlegt í svörum sínum og segja að það eigi bara að drepa hunda og það syrgir enginn þá. Aðeins svoleiðis fólk hefur ekki tilfinningar og það hlýtur að vera rosalega biturt ef það hugsar svona. Þeir sem eiga gæludýr eða hafa einhverntíman átt gæludýr líður einfaldlega ekki vel þegar þeir lesa svona tilfinningalaus ummæli. Mér leið ekki vel.

Við vitum ekkert hvort að norsku friðargæslusinnarnir hafi verið að hlægja út af einhverum akstri eða þegar þeir drápu skepnurnar. Af myndunum að dæma að þá eru þeir glottandi. Ef það átti að deyða hundana að þá hefði verið hægt að gera það á skjótari hátt, eða svæfa þá eins og gert er á dýraspítölum. Þetta var bara ekki rétt aðferð.
Þessi atburður sem gerðist í Kosovo fór fyrir hjartað á mörgum og margir eru reiðir.

Ég held að ég sé búin að segja allt sem mig langar að fólk viti. Og ég reyndi að svara því sem aðrir hafa verið að skrifa sem svör í greininni. Ef þið hafið einhverju við að bæta þá endilega gjörið svo vel. En ég endurtek. Það er óþolandi að fólk skrifi svör sem gætu sært aðra með ónærgætni. Ég vona bara að þeir sem bera kul út í hunda einhverra hluta vegna sjái að sér og passi sig að vera ekki svona harðbrjósta þegar þeir skrifa sín rök.

Með fyrirfram þökk og von um smá skilning :)

cutypie
I´m crazy in the coconut!!! (",)