SVIK OG PRETTIR Ég ætla aðeins að segja frá minni reynslu af hundaræktunninni Dalsmynni!

Fyrir næstum þrem árum hafði ég fyrst samband við hana Ástu á Dalsmynni. Mig hafði langað í hund lengi, og var búin að komast að þeirri niðurstöðu að mig langaði í hund af tegundinni Japanese chin. ´Dalsmynni var einni staðurinn sem að ég vissi að hefðu þessa hunda, og á tímanum hafði ég ekkert slæmt heyrt um Dalsmynni. Ásta bauð mér ð koma og skoða hunda, og það gerði ég. Ég varð alveg heilluð af tegundinni.
Rúmum 6 mánuðum síðar hafði hún svo samband við mig (ég hafði verið á biðlista) og sagði að það væri komið got. Ég fékk að koma og velja mér hvolp úr gotinu, alveg hreint yndislegan lítinn hund, sem heitir Moli. Fyrir þennan gistein borgaði ég 150.000kr.-

Með hundinum fékk ég ættbók há hundafélaginu Íshundum (hhundafélgai Dalsmynnis ef svo má segja). Ég sýndi hundinn á sýningum þegar hann var hvolpur og hann fékk þónokkur verðlaun. Og auðvitað var ég obbosla stolt af litlu elskunni minni.
Á þessum tíma hafði ég heyrt “sögurnar” um Dalsmynni, en tók þær ekkert allt of alvarglega.

Um daginn var ég svo á gangi með litla voffann minn og mætti þar hjónum sem voru með tvo hunda af sömu tegund og hann Moli minn er. Þegar ég horfði á hundinn minn hliðina á þeirra hundum var alveg ljóst að einverum tegundum hafði hún blandað saman. Eldri hundur hjónanna var stærstur og við stóðum nú öll í þeirri trú um að hann væri hreinræktaður. En yngri hundur þeirra vara árenadi minni, og minn alveg langminnstur. Ég veit að þessi tegund er ekki öll af sömu stærð , en þessir hundar voru það ólíkir að það fór ekki á milli mála. Hvort sem það var Chihuahua eða einhverri annarri tgund sem hafði verið blandað við.

Nú vil eg spyrja hvort að einhverjir aðrir kannist við svona lagað eða hvort ég sé sú eina sem finnst ég vera svikinn.
Ékki miskila mig, hundurinn er yndislegur og ég hef alls ekkert á móti blendingum, en ég hefð aldrei í lífinu borgað 150.000 fyrir hund sem ég hefði getað fengið á 10.000 eða jafnvel 5.000 (ef ekki frítt.)

KV.,
Þórunn
Þórunn ;)