Besti vinur hundsins! Það að fylgjast með dýraverndunarmálum hér í okkar þjóðfélagi hleypir í mann ,,reiðu blóði,“ réttlætiskenndinni er misboðið!!!

Aðallega fyrir hönd þeirra dýra sem þjást á meðan stjórnvöld karpa sín á milli og við lögfræðinga þeirra sem fara illa með dýrin, í stað þess að eyða okkar fé og sínum tíma í að sinna málaflokknum af einhverju viti!

Margir sjálfboðaliðar hafa barist við kerfið fyrir þessum málaflokki, en á veginum verða háir þröskuldar þar sem vantar fé. Litlu er hægt að áorka án þess að hafa fé til að klára málið á einvern viðunandi hátt á viðunandi tíma, og er þá hundamálin hér og svo kallað puppy-mill (hvolpaframleiðsla) sérstaklega á dagskrá!!

Okkur dýravinum blöskrar!
En hvað getum við svo sem gert, spyrja margir? Við getum hvert og eitt látið af hendi einhverja upphæð, inn á reikning sem hægt væri að nota í lögfræðikostnað. Það hefur sárvantað að geta ráðið góðan lögfræðing til að svara fyrir hönd ,,litlu vinanna” okkar!

Margt smátt gerir eitt stórt. Við hljótum að vera aflögufær í svona málefni?

Númer: Banki: 0527 höfuðbók: 14 reikingsnr: 606565. Kennitala: 241155-3749

Vinsamlegast látið þetta ganga svo sem flestir viti af.

Kveðja,

Talsmenn hópsins eru Magnea Hilmarsdóttir og Kristín Halla Sveinbjarnadóttir. Kristinn Grétarsson er með umsjón með reikningi. Allir sem hafa áhuga geta lagt sitt af mörkum, endilega allir að hjálpst að!